is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13213

Titill: 
  • Stjórnunarhlutverk deildarstjóra í leikskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um stjórnunarhlutverk deildarstjóra í leikskólum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun deildarstjóra af eigin stjórnunarhlutverkum og reyna að koma auga á helstu verkefni þeirra og hlutverk.
    Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð. Tekin voru viðtöl við tíu deildarstjóra og rýnihópaviðtöl við tvo hópa leikskólastjóra. Viðtölin bæði við einstaka deildarstjóra og rýnihópa leikskólastjóra voru hálfopin (e. semi-structured) þar sem leitað var eftir að fá fram viðhorf einstaklinga með mikla þekkingu á umræðuefninu. Reynt var að fá ákveðna mynd af upplifun deildarstjóra á starfi sínu sem stjórnendur og hver upplifun leikskólastjóra væri af stjórnunarhlutverkum deildarstjóra.
    Meginniðurstöður eru að deildarstjórarnir eru vel meðvitaðir um hvað starfslýsing þeirra felur í sér. Starf deildarstjóranna er umfangsmikið og margþætt og vegur þar þyngst ábyrgð og umhyggja fyrir börnum og samstarfsfólki á deildinni. Samvinna milli deilda innan hvers leikskóla er lítil en helst við deildir með líkan aldur barna. Skemmtilegustu stundir deildarstjóranna voru þegar þeir gátu einbeitt sér að því að vera með börnunum og stjórnunarhluti starfsins þvældist ekki fyrir. Deildarstjórarnir segjast geta leitað til leikskólastjóra ef þeir þurfa á því að halda.
    Niðurstöður sýna að leikskólastjórum finnst erfitt að hafa marga stjórnendur sem skipta með sér hlutastörfum. Sökum tímaskorts telja leikskólastjórarnir sig ekki geta veitt deildarstjórunum þann stuðning sem þeir vildu.
    Að mati þátttakenda í rannsókninni, hafa áhersluþættir í starfi deildarstjóra breyst í tímans rás. Þar ber helst að nefna meiri vinnu sem snýr að rekstrarlegum þáttum en áður. Það er mat þátttakenda að áætla þurfi meiri tíma til að sinna þeim stjórnunarstörfum sem krafist er af deildarstjórunum.

Samþykkt: 
  • 2.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13213


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. Jóna Björg Jónsdóttir ágúst 2012.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna