is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13215

Titill: 
  • Hvað er átt við með þátttöku foreldra í leikskólastarfi? : sýn stjórnenda, kennara og foreldra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf stjórnenda, kennara og foreldra á þátttöku foreldra í leikskólastarfi. Rannsóknarspurningin er: Hvað eiga stjórnendur, kennarar og foreldrar við þegar þeir tala um þátttöku foreldra í skólastarfi?
    Kveikjan að þessu verkefni var könnun sem var gerð á viðhorfi kennara í leikskólum Akureyrar til skólastarfs 2008—2009 en þar kom fram að um 75% kennara sögðust sammála því að vilja sjá meiri þátttöku foreldra í skólastarfinu og að þátttaka þeirra myndi hraða umbótum. Því vakti það áhuga minn á að kanna nánar hvað felst í þessari þátttöku og hvort vilji sé til að auka hana innan leikskólanna.
    Gerð var eigindleg rannsókn þar sem settir voru saman rýnihópar úr röðum stjórnenda, kennara og foreldra og voru tveir–þrír rýnihópar úr hverjum hópi. Samtals tóku 26 aðilar þátt og voru viðtölin hljóðrituð og afrituð frá orði til orðs. Að baki þessari rannsókn liggja viðhorf þessara einstaklinga. Ekki er verið að skoða hvern skóla fyrir sig heldur viðhorf þessara hópa til viðfangsefnisins.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýna að stjórnendur, kennarar og foreldrar eiga erfitt með að skilgreina hugtakið þátttaka foreldra í leikskólastarfi og hefur það ekki verið mikið rætt innan skólanna. Aðilar vilja ekki auka þátttöku foreldra en þeir telja að nóg sé af viðburðum innan skólanna og yfirleitt er góð mæting á þá. Aðilar skilgreina þátttökuna sem t.d. þátttöku í viðburðum, heimsóknum í leikskólann, að mæta á fundi og sýna áhuga á skólanum og starfinu. Það á að vera jákvæð upplifun að koma inn í leikskólana og þar af leiðandi mega viðburðir ekki vera of margir. Foreldrar leggja mikla áherslu á að ná góðum tengslum við kennara og samskipti á milli aðila verði góð strax frá upphafi. Takist það mun samstarfið að þeirra mati verða auðveldara í framhaldinu. Samstarfið snýst um velferð og hagsmuni barnsins.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of this study is to investigate the attitudes of principals, teachers and parents on parental involvement in preschool and to get their views on the issue. The research question is: What do principals, teachers and parents mean when they talk about parental involvement in school activities?
    The inspiration for this project was a survey conducted on the attitude of preschool teachers in Akureyri in the year 2008–2009, which showed that 75% of teachers agreed that they would like to see greater parental participation in school. This raised my interest to explore further what is involved in this participation and whether there is an interest to increase this in preschools.
    This project was based on a qualitative study that put together focus groups of principals, teachers and parents with two–three focus groups from each group. A total of 26 persons were interviewed and interviews were recorded on a dictaphone. Behind this research are the attitudes of these individuals. Individual schools were not taken into consideration, rather the attitudes of the focus groups.
    The main findings show that principals, teachers and parents find it difficult to define the concept of parental involvement in preschool and the issue has not been widely discussed in schools. The participants did not want to increase the participation of parents; they felt that there are plenty of events in the schools which had good attendance from parents. Those interviewed described participation as involvement in events, coming to the preschool, going to meetings and showing an interest in the school. A positive experience should be had in the preschool and because of this there should not be too many events. Parents place great emphasis on achieving a good relationship with teachers, therefore good communication is important from the beginning. If this is achieved, good co-operation will become easier as a result. The partnership between parents and teachers involves both the welfare and interests of the child.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.9.2013.
Samþykkt: 
  • 2.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað er átt við með þátttöku foreldra í leikskólastarfi.pdf729.97 kBOpinnPDFSkoða/Opna