ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13217

Titill

„Ætliði að gjöra svo vel að leggja á þarna!" Endurminningar fyrrum talsímavarða.

Skilað
Október 2012
Útdráttur

Ritgerð þessi er byggð á viðtalsrannsókn á minningum fyrrum talsímavarða, en það var starfsheiti þeirra kvenna sem störfuðu á handvirku símstöðvunum, oft kallaður sveita-síminn, og sáu um að gefa fólki samband þangað sem það vildi hringja. Rannsóknin byggir á viðtölum sem ég tók við sjö konur sem unnu á símanum til lengri eða skemmri tíma. Ritgerðinni er skipt í þrjá meginkafla. Í fyrsta kafla er sagt frá rannsókninni og viðmælendum. Í öðrum kafla er fjallað um viðtalsrannsóknir og endurminningar auk hugmynda um hvernig byggja eigi upp vel heppnað viðtal. Í þriðja kafla eru viðtölin tekin til skoðunar og reynt að varpa ljósi á hvernig þetta viðburðaríka starf gekk fyrir sig. Sagt er frá óveðrum, náttúruhamförum, kjarabaráttu og verkföllum, óhefðbundnum hlutverkum símstöðvanna og ýmsu fleiru. Það að vinna á símanum var afar fjölbreytt, gefandi og oftast nær skemmtileg lífsreynsla, þó ýmislegt erfitt og miður skemmtilegt hafi einnig hent.

Samþykkt
3.10.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA_Ritgerð 5.0_Tryggvi Dór.pdf477KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna