is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13236

Titill: 
  • Sjónrænn staðarandi Akraness - Helstu mótunarþættir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefnið í þessu verkefni er að skoða og greina sjónrænan staðaranda Akraness. Markmiðið er að skoða hvaða þættir það eru sem helst móta sjónrænan staðaranda Akraness með því að greina og skoða eftirfarandi þætti; bæjarhlið, hjarta bæjar, kennileiti, sjónlínur, göturými, liti, form og áferð.
    Til þess að nálgast viðfangsefnið var hugtakið staðarandi skilgreint og farið var í vettvangsferðir á svæðið, rýnt í sögu, ljósmyndir, kort og skipulag ásamt því að bera viðfangsefnið saman við erlendar bækur og rannsóknir er fjölluðu um sama efni. Leitast var við að svara spurningum eins og hvernig staðarandi var áður, hvert hann stefni og hvað sé jákvætt og neikvætt varðandi staðaranda Akraness. Til að draga fram lykilþætti greiningar var notast við ljósmyndir og kort.
    Eftir úttektina á svæðinu og greiningu á sjónrænum þáttum má segja að það sem er sterkast við Akranes er staðsetningin. Útsýnið og fjörurnar í kring auka mjög á gæði svæðisins. Fjölbreytt byggingarform ásamt flatneskju svæðisins ýtir undir sterkar sjónlínur. Ókostirnir eru helst að göturými er mikið sem minnkar tilfinningu fyrir rýminu, bæjarhlið er óljóst og óaðlaðandi og kjarni svæðisins er ekki nógu sterkur. Gamli kjarninn er illa nýttur, lokaður og viðhaldi er ábótavant.
    Staðarandi Akraness byggðist áður nær eingöngu á útgerð og var stéttaskipting mikil. Lítið skipulag var á myndun þéttbýlis sem var helst í höndum eigenda útgerðar og verslunar. Stefna staðaranda Akraness í dag er óljós, ný hverfi hafa verið byggð eins og úthverfi og þétting lítil. Göturými hefur haldist breið og ekki ýtt nægilega undir viðhald á sögulegum minjum.
    Niðurstöður eru helst þær að það þarf ekki mikið til að ýta undir sjónrænan staðaranda svæða. Efla þarf þátttöku íbúa og sveitafélags til að auka vellíðan notenda og ferðamennsku. Það að Akranes er sjávarpláss, nálægð þess við höfuðborgarsvæðið og höfnin á staðnum eru tól sem hægt væri að nýta betur til að auka gegnumstreymi um svæðið og efla sjónrænan staðaranda.

Samþykkt: 
  • 4.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13236


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Hallfríður_Guðmundsdóttir.pdf8.7 MBOpinnPDFSkoða/Opna