is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13257

Titill: 
  • Straumfræðileg hermun jökulhlaups niður suðurhlíðar Eyjafjallajökuls í apríl 2010: Ákvörðun Manningsstuðla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Jökulhlaup eru á meðal hættulegustu flóða sem verða á jörðinni. Jöklar heimsins eru að hörfa vegna hnattrænnar hlýnunar og mörg stöðuvötn undir jöklum að stækka. Á eldvirkum svæðum geta eldgos eða jarðhiti undir jöklum valdið jökulhlaupum. Á Íslandi eru bæði líf fólks sem og mannvirki í hættu vegna jökulhlaupa og víða þörf á að leggja mat á áhættu þeirra og útbreiðslu. Mat á viðnámsstuðlum er mikilvægur þáttur við hermun jökulhlaupa. Í þessu verkefni var lítið jökulhlaup niður Svaðbælisá úr Eyjafjallajökli hermt sem bæði æstætt og tímaháð flóð í straumfræðiforritinu HEC-RAS og mat lagt á viðnámsstuðla. HEC-GeoRAS var notað með landfræðiforritinu ArcGIS til þess að skilgreina landlíkanið út frá 5x5 m LiDAR skönnun jökulsins og næsta umhverfis. Mikil aska og aur hafði safnast fyrir í flóðfarveginum eftir hlaupið áður en landið var skannað. Mat var lagt á hækkunina út frá mælingum og landlíkanið leiðrétt. Viðnámsstuðlar og hámarksrennsli var ákvarðað með hliðsjón af tímasetningum flóðsins og flóðförum. Tímaháðar líkankeyrslur reyndust herma flóðið betur en æstæðir reikningar. Líkankeyrslur sýna fram á að nota þarf tvo mismunandi viðnámsstuðla fyrir flóðfarveginn. Viðnámsstuðlar úr líkankeyrslum, neðarlega í farveginum, gefa til kynna að þetta jökulhlaup hafi verið líkara venjulegum flóðum en þeim jökulhlaupum sem búið er að bakreikna hingað til. Þar fæst Manningsstuðull upp á n = 0,03 – 0,04 m-1/3s við rennslið 125 m3s-1 og 0,5-1,5 m flóðdýpt. Þetta er töluvert lægra en í þeim jökulhlaupum sem búið er að bakreikna, t.d. í Kötluhlaupinu 1918, þar sem hámarksrennsli nam allt að 300.000 m3s-1 og flóðdýpt allt að 25 m. Ofar í farveginum, á jökli og í miklum bratta, var stuðullinn metinn 0,1 – 0,13 m-1/3s. Þar var flóðdýpt mest um 3,2 m. Stuðullinn bendir til þess að mikið viðnám hafi verið í þeim hluta flóðfarvegarins og er nær afleiddum gildum fyrir önnur bakreiknuð jökulhlaup hér á landi.

Samþykkt: 
  • 5.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13257


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magnús Bernhard Gíslason - Ritgerð.pdf4.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna