is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13262

Titill: 
  • „Nú kemur Drekinn á fullri ferð!“ Fyrsta áhöfn Víkings AK 100
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari 12 eininga BA ritgerð í þjóðfræði er fjallað um fyrstu áhöfn togarans Víkings AK 100 árið 1960, út frá þjóðfræðilegum hugtökum og kenningum og er hugtökin „hópur“, „sjálfsmynd“, „rými“ og „leikur“ fyrirferðamest. Einnig er skoðað hvernig skipverjar skipta upp og skynja rýmið sitt, til dæmis varðandi skreytingar.
    Ritgerðinni er skipt upp í fimm kafla. Í fyrsta kaflanum er farið yfir kenningar og hugtök sem nýtist í aðalköflum ritgerðarinnar. Í öðrum kafla er fjallað um viðmælendur og rannsóknina út frá aðferðum. Þar næst eru aðal kaflar ritgerðarinnar. Þeir eru tveir og fjallar sá fyrri um hvernig þjóðfræði áhafnarinnar birtist, meðal annars í formi hjátrúar, tungumáls og sjálfssköpunar hópsins. Síðari kaflinn fjallar um rými áhafnarinnar eða innviði skipsins og hvernig skipverjar gerðu það að sínu með skreytingum og fleiru.
    Helstu niðurstöður eru þær sjálfssköpun áhafnarinnar á Víkingi varð til með ýmsu móti, eins og í gegnum aðgreiningu frá öðrum áhöfnum, bæði hér á landi og erlendis og tungumáli, t.d. notkun viðurnefna. Hjátrú getur einnig virkað eins og einhverskonar tjáning eða tungumál en það var lítið um hjátrú á meðal áhafnarinnar, miðað við hversu sterk hjátrú var á meðal sjómanna í fyrri tíð.

Samþykkt: 
  • 5.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13262


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.pdf996.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna