ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13267

Titill

Glaðheimar, hús menningar. Samkomuhúsið í Vogum og mótun óáþreifanlegs menningararfs

Skilað
Október 2012
Útdráttur

Glaðheimar var samkomuhús í Vogum á Vatnsleysuströnd, húsið þjónaði byggðarlaginu um margra ára skeið en hefur nú verið rifið. Í húsinu fóru fram ýmsir menningarviðburðir á því tímabili sem húsið stóð eins og kemur fram í sögum þeirra sem rifja upp minningar úr húsinu. Markmið mitt með rannsókninni var að kanna hvort og þá hvernig hefði mátt líta á Glaðheima sem menningararf en húsið þótti vera í afar lélegu ástandi þegar það var rifið og jafnvel alveg frá upphafi. Í ritgerðinni er fjallað um hvernig orðræðan stjórnar því hvað þykir merkilegt og hvernig hún mótar hugmyndir okkar og skilning á menningararfi. Í ritgerðinni kemur fram hvernig staður getur fengið merkingu bæði í nútíð og fortíð vegna minninga sem tengjast honum. Hvernig merkingin sem við gefum hlutum er það sem skilgreinir til dæmis byggingar og staði sem í sjálfu sér eru ekki merkilegir og eru ekki menningararfur sem slíkir.

Samþykkt
8.10.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Kristín Þóra krist... .pdf555KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna