ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13268

Titill

Atvinnuhúsnæði á Íslandi. Þróun á ávöxtun atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu

Skilað
Október 2012
Útdráttur

Rannsóknum á ávöxtun á atvinnuhúsnæði á Íslandi, sem og söfnun og opinberum birtingum á leiguverði hefur verið ábótavant á Íslandi, borið saman við nágrannalönd okkar. Greiningum og rannsóknum á atvinnuhúsnæði hefur þó verið að fjölga, enda hefur áhugi á fjárfestingum í fasteignum verið vaxandi í síðustu árum enda fjárfestingakostir takmarkaðir vegna núverandi gjaldeyrishafta.
Markmið þessarar ritgerðar er að kanna ávöxtun (e. yield) atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi á tímabilinu 2009 - 2011.
Ávöxtunin er reiknuð sem hlutfall á milli leigutekna og verðmats fasteigna þeirra fasteignafélaga sem tóku þátt í rannsókninni. Þess ber að geta að rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, eftir því sem höfundur best veit.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að þróun á vergri ávöxtun (e. gross yield) atvinnuhúsnæðis hefur farið lækkandi undanfarin ár og var 7,2% árið 2011 samanborið við 8,2% árið 2009. Verg ávöxtun er tiltölulega mismunandi eftir tegundum atvinnuhúsnæðis. Hún er hæst fyrir iðnaðarhúsnæði eða 8,7% árið 2011, 7,2% fyrir verslunarhúsnæði og 7,0% fyrir skrifstofuhúsnæði.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru bornar saman við ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa og þannig leitt út áhættuálag. Meðalfrávikin á milli ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa og nettó ávöxtunar (e. net yield) atvinnuhúsnæðis árið 2011 var á bilinu 2,5% til 3,6% eftir tegundum atvinnuhúsnæðis.

Samþykkt
8.10.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
RHH.pdf682KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna