is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13271

Titill: 
  • Áhættuþættir og forvarnir þrýstingssára hjá skurðsjúklingum í aðgerðarferlinu. Fræðileg samantekt og drög að innleiðingu á gagnreyndum leiðbeiningum.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Þrýstingssár er staðbundin skemmd á húð og/eða undirliggjandi vef, venjulega yfir útstæðum beinum sem afleiðing af þrýstingi eða þrýstingi og togi. Þrýstingssár eru alvarlegur fylgikvilli skurðaðgerða, en erfitt getur verið að meðhöndla þau og græða. Þrýstingssár hafa alvarlegar afleiðingar, þau valda sjúklingum miklum verkjum, minnka lífsgæði og leiða stundum til dauða. Skortur er á rannsóknum um forvarnir þrýstingssáramyndunar í tengslum við legu sjúklinga í skurðaðgerð og um áhrif legu og notkunar á aukabúnaði í aðgerð. Klínískar leiðbeiningar er lúta að forvörnum þrýstingssára í aðgerðarferlinu eru ekki fyrirliggjandi á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.
    Tilgangur þessa verkefnis var annars vegar að taka saman þekkingu um þrýstingssáravarnir í aðgerðarferlinu til að uppfæra klínískar leiðbeiningar NPUAP og EPUAP frá árinu 2009. Hins vegar til að þróa innleiðingu á þessum leiðbeiningum samkvæmt hugmyndafræði Rogers (2003) um útbreiðslu nýjunga.
    Aðferð: Fræðileg samantekt var gerð um áhættuþætti og forvarnir þrýstingssára í aðgerðarferlinu. Rýnihópur var myndaður til að kanna afstöðu hjúkrunarfræðinga til innleiðingar á klínísku leiðbeiningunum varðandi þrýsingssár. Þátttakendur í rýnihópnum voru sjö skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar á Landspítala.
    Niðurstöður: Fræðileg samantekt gaf vísbendingar um að lengd skurðaðgerðar, aldur, næringarástand, tímabil þar sem blóðþrýstingur verður of lágur í skurðaðgerð og ASA flokkun væru áhættuþættir í myndun þrýstingssára í aðgerðarferlinu. Niðurstöður rýnihópaumræðanna bentu til þess að áhugi væri til staðar að innleiða leiðbeiningarnar, að leiðbeiningarnar samræmdust núverandi vinnubrögðum að mörgu leyti og að leiðbeiningarnar myndu geta leitt til markvissari vinnubragða að mati þátttakenda í rýnihópnum.
    Ályktun: Þekking skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga á forvörnum og áhættuþáttum þrýstingssára er mikilvæg til að draga megi úr algengi þrýstingssára tengdu aðgerðarferlinu. Innleiðing á klínískum leiðbeiningum um þrýstingssáravarnir í aðgerðarferlinu gætu auðveldað skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingum að vinna markvisst að forvörnum og bæta skráningu og upplýsingsöflun varðandi áhættumat og forvarnir þrýstingssára.
    Lykilorð: Þrýstingssár, skurðsjúklingar, skurðstofa, aðgerðarferli, áhættumat, áhættuþættir, forvarnir, skurðarborð, dýnur, lega sjúklings.

Samþykkt: 
  • 9.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Friðrikka Guðmundsdóttir.pdf964.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna