is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13285

Titill: 
  • Verkröðun í bylgjupappaframleiðslu. Niðurröðun verka í skurðarvél hjá prentsmiðjunni Odda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er að greina framleiðslu á bylgjupappa hjá prentsmiðjunni Odda hf. Einblínt er á niðurröðun verka og vinnslu skurðarvélar í framleiðsluferlinu. Farið er yfir þá aðferðafræði og gögn sem tengjast viðfangsefninu og þau nýtt til frekari úrvinnslu. Sett er fram forrit í Matlab tölvukerfinu þar sem framleiðslan í skurðarvél er bestuð.
    Í dag er öll niðurröðun verka hjá Odda unnin án sérstaks hugbúnaðar, einungis er notast við reynslu starfsmanna sem raða verkum niður og reynist sú aðferð nokkuð vel. Mikilvægt er að undirbúa framleiðsluna vel svo að sem minnst af efni fari til spillis og framleiðslukostnaður haldist í lágmarki. Markmið verkefnisins miðast því við að finna leiðir til að minnka þann afskurð enn frekar sem fellur frá við skurð á bylgjupappanum. Með þau markmið að leiðarljósi og gefnar forsendur í úrvinnslu á bestun framleiðslunnar er fjallað um þá þætti sem draga úr afskurði.
    Þær niðurstöður sem bestunarforritið skilar eru mjög svipaðar þeim sem framleiðslutölur sýna fram á. Erfitt er þó að bera tilvikin tvö saman en gefin nálgun gefur til kynna að bestunarforritið skili ekki nógu nákvæmum niðurstöðum. Helsta ástæða þess eru gefnar forsendur og takmarkanir á forritinu, líkt og að það er ónæmt á forgangsröðun verka með tilliti til afhendingartíma. Forritið gefur hins vegar góða mynd af hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á afskurð og eru þeir afhendingartími pantana og rúllubreiddir sem notaðar eru við framleiðslu.

Samþykkt: 
  • 12.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13285


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni_KBS.pdf2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna