ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniLandbúnaðarháskóli Íslands>Auðlindadeild>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13300

Titill

Samband ómmældrar fituþykktar á síðu og holdastigs hrossa

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að kanna samband mældrar fituþykktar undir húð á síðu hrossa og holdastigs þeirra, leggja mat á samband síðufitu og holdastigs hjá lífeðlisfræðilega ólíkum hópum hrossa og að kanna áhrif raksturs mælistaða á ómmælingar.
Ómmæld voru 70 hross í heildina. 51 reiðhestur, 12 trippi og 7 folaldshryssur. Öll hrossin voru holdstiguð og fituþykktarmælingar teknar á tveimur stöðum í síðu þeirra. Fremri mælistaður var 5 cm aftan við herðablað mitt á milli olnboga og miðlínu baks. Aftari mælistaðurinn var yfir 16. rifi í sömu hæð og sá fremri. Allar folaldshryssur og trippi voru vigtuð auk 30 reiðhesta. Til að meta áhrif raksturs á niðurstöður ómmælingar voru notaðir 16 reiðhestar.
Fituþykkt á síðu sýndi ágæta fylgni við holdastig reiðhesta (p<0.05). Fylgni fituþykktar og holdastigs trippa og folaldsmera var ómarktæk (p>0.05). Fituþykkt aftari mælistaðar sýndi hærri fylgni við holdastig en fituþykkt fremri mælistaðar hjá reiðhestum og folaldsmerum en því var öfugt farið hjá trippunum. Lág fylgni var á milli þyngdar og holdastigs trippa og folaldsmera en meðalfylgni hjá reiðhestunum. Ekki var marktækur munur (p>0.05) á fituþykktar mælingum fyrir og eftir rakstur. Minni fituþykkt (p<0.05) reyndist á báðum mælistöðum trippa í holdastigi 3 miðað við reiðhesta í holdastigi 3. Folaldsmerar í holdastigi 3 voru með minni (p<0.05) fituþykk á aftari mælistað miðað við reiðhesta í sama holdastigi.
Samkvæmt íslenska holdstigunarkvarðanum hefur fituþykkt á síðu mikið að segja um í hvaða holdastig hestar eru stigaðir, þá sérstaklega fituþykkt yfir öftustu rifbeinum. Fituþykkt á síðu virðist vera gott spágildi fyrir holdastig reiðhesta en ekki er víst að íslenski holdstigunarskalinn henti jafn vel til holdstigunar trippa og folaldsmera.

Athugasemdir

Útskrift frá:
Háskólanum á Hólum - Hestafræðideild
Landbúnaðarháskóla Íslands - Auðlindadeild

Samþykkt
16.10.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Samband ómmældrar ... .pdf895KBOpinn  PDF Skoða/Opna