is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1330

Titill: 
  • Þróun Leikskóla Sauðárkróks/Glaðheima
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Með aukinni atvinnu á sjöunda áratug tuttugustu aldar á Sauðárkróki jókst atvinnuþátttaka kvenna og þar með varð þörf fyrir uppbyggingu í dagvistunarmálum. Það voru Kvenfélag Sauðárkróks og Verkakvennafélagið Aldan sem komu á stofn fyrsta leikskóla sem rekin var í húsi Barnaskólans, yfir sumarið á Sauðárkróki árið 1965. Árið 1968 tók bærinn við rekstri sumarleikskólans og var skipuð sérstök dagheimilisnefnd sem var undirnefnd bæjarstjórnar. Eitt af verkefnum nefndarinnar var að sjá til þess að húsnæði fyrir sumarleikskólann fengist á hverju sumri og ráða starfsfólk til starfa yfir tímabilið. Leitin að hentugu húsnæði var oft mjög erfið því ekki voru mörg hús á lausu. Aðsókn í leikskólann jókst mjög hratt þannig að nefndin og aðrir sáu það fljótlega að þörfin fyrir fast húsnæði og heilsárs leikskóla var orðin nauðsynleg. Árið 1972 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi að koma upp leikskólabyggingu á Sauðárkróki. 2. júní 1975 var nýtt 160 m2 hús tekið í notkun með tveimur deildum sem vistaði fjörutíu börn samtímis.
    Þegar flutt var í nýbygginguna var fyrirfram vitað að húsnæðið væri of lítið því strax myndaðist biðlisti. Það var svo árið 1982 að hafist var handa að nýrri leikskólabyggingu sem staðsett var í hlíðarhverfi. Árið 1994 var ákveðið að byggja við leikskólann Glaðheima þannig að alls rúmaði hann sextíu börn samtímis á þremur deildum.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
throunleiksk.pdf465.78 kBTakmarkaðurLeikSauð - heildPDF
throunleiksk-e.pdf60.34 kBOpinnLeikSauð - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
throunleiksk-h.pdf113.25 kBOpinnLeikSauð - heimildaskráPDFSkoða/Opna
throunleiksk-u.pdf75.91 kBOpinnLeikSauð - útdrátturPDFSkoða/Opna
Þróun leik-SauðárkróksGlaðheima_fylgiskjöl.pdf826.47 kBTakmarkaðurLeikSauð - fylgiskjölPDF