ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13315

Titill

Aldraðir og aðstandendur þeirra

Útgáfa
Október 2012
Útdráttur

Fjallað verður um eigindlega rannsókn þar sem meginmarkmiðið er að afla þekkingar á upplýsingahegðun aldraðra og aðstandenda þeirra í tengslum við breytingar sem verða á heilsufari og aðstæðum aldraðra við hækkandi aldur. Alþjóðlega eru mjög fáar rannsóknir til um upplýsingahegðun aldraðra og einnig er afar lítil þekking á því hvernig aðstandendur þeirra styðja við hana. Því er brýnt að auka þekkingu á þessu sviði.
Í erindinu og greininni verður lögð áhersla á þátt aðstandenda í rannsókninni. Tekin voru opin viðtöl við 14 aðstandendur, níu konur og fimm karla á aldrinum 37 til 74 ára, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, í dreifbýli og í kaupstað úti á landi. Fjallað verður um niðurstöður varðandi það hvernig þeir styðja við upplýsingaþörf aldraðra, hvar og hvernig þeir afla upplýsinga og hindranir sem þeir telja að séu fyrir hendi. Ennfremur hvernig þeir upplifa hlutverk sitt sem aðstandendur sem stuðla að því að aldraðir fái upplýsingaþörfum sínum fullnægt.

Birtist í

Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012

Samþykkt
25.10.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Agusta_Palsdottir_... .pdf506KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna