is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13317

Titill: 
  • Líkamsmynd íslenskra ungmenna í 6., 8. og 10. bekk
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða líkamsímynd 11, 13 og 15 ára skólabarna á Íslandi. Athugað var hvort líkamsímynd íslenskra barna breyttist milli 2006 og 2010. Að auki var, annars vegar skoðað hvort tengsl milli neikvæðrar líkamsímyndar og líkamsþyngdarstuðuls voru til staðar og hins vegar milli neikvæðrar líkamsímyndar og megrunarhegðunar hinsvegar. Aðferð: Notuð voru gögn úr alþjóðlegu rannsókninni „Heilsa og lífskjör skólanema“. Árið 2006 var spurningalisti lagður fyrir 11.813 íslensk börn í 6., 8. og 10. bekk. Fjórum árum síðar var spurningalisti lagður fyrir í sömu árgöngum í 161 skóla og bárust svör frá 11.561 nemendum. Niðurstöður: Árið 2006 eru 60% þátttakenda sáttir við eigin líkama og 67% þátttakenda árið 2010.Stelpur er óánægðari með eigið útlit heldur en strákar og óánægjan vex með hækkandi aldri hjá báðum kynjum. Hátt hlutfall þeirra með neikvæða líkamsímynd eru í megrun. Jákvæð fylgni milli neikvæðrar líkamsímyndar og líkamsþyngdarstuðuls, sem og megrunarhegðunar eru til staðar. Umræða: Kröfur samfélagsins um ákveðna líkamslögun hafa mikil áhrif á hegðun og hugsun fólks er kemur að útliti. Þetta á sérstaklega við um unglinga. Íslensk ungmenni eru almennt sátt við líkama sinn en þónokkur hluti er með neikvæða líkamsímynd.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild
Samþykkt: 
  • 25.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13317


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna_Sigurvinsdóttir_ofl_Likamsimynd islenskra ungmenna.pdf568.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna