ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13326

Titill

Hver er landslags- sérfræðingurinn? Um fagurfræðilegt gildi landslags í ákvarðanatöku og umhverfisskipulagi

Útgáfa
Október 2012
Útdráttur

Efni greinarinnar byggir á niðurstöðum rýnihóparannsóknar sem er hluti af doktorsverkefni mínu í heimspeki um fagurfræðilegt gildi landslags. Markmið rannsóknarinnar var að kanna leiðir til þess að bera kennsl á, meta og taka tillit til fagurfræðilegs gildis landslags í ákvarðanatöku er varðar náttúruvernd og nýtingu. Í stað þess að byrja á því að kanna hvaða leiðir hafa verið farnar í öðrum löndum ákvað ég að byrja á rýnihópsrannsókn þar sem ég ræddi við hóp fólks sem talist geta nokkurs konar “sérfræðingar” í landslagi þar sem allir þátttakendur höfðu fengist við landslagshugtakið í starfi sínu í stjórnsýslu eða akademíu. Einn af þeim rauðu þráðum sem lágu í gegnum umræðu hópsins felst í því viðhorfi að landslag sé margþætt hugtak og að því þurfi að varast smættun og nota mismunandi aðferðir til þess að taka tillit til allra þeirra mismunandi þátta sem einkenna landslag þegar ákvarðanir eru teknar. Í greininni fjalla ég um þau þemu og hugmyndir sem rædd voru í rýnihópnum og skoða út frá þeim hvaða leiðir sé best að fara til þess að auka vægi fagurfræðilegs gildis landslags í ákvarðanatöku.

Birtist í

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild

Samþykkt
26.10.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Gudbjorg_Johannesd... .pdf533KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna