is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13327

Titill: 
  • Viðhorf til gagnreyndra aðferða
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Gagnreynt vinnulag í félags- og heilbrigðisþjónustu (evidence based practice) hefur á síðustu áratugum verið vaxandi viðfangs- og umræðuefni innan velferðarþjónustunnar. Samhliða vakna spurningar um nýjar rannsóknir, góða reynslu (best practice) og hvernig miðlun og upptöku nýrrar þekkingar (knowledge transfer/uptake) er háttað. Í vaxandi mæli er sjónum beint að
    afstöðu starfsmanna til upptöku nýrrar þekkingar og innleiðingarnýs verklags, og samfélagslegir hagsmunir að velferðarþjónustan sé að nota nýjustu þekkingu á hverjum tíma.
    EBPAS matslistinn (Evidence Based Practice Attitude Scale), sem upphaflega var þróaður meðal starfsfólks í félags- og heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum, er 15 spurninga listi sem mælir fjórar víddir í afstöðu starfsmanna til gagnreyndra vinnubragða eða verklags. Þessar víddir eru kröfur (requirements), skýrskotun (appeal), opin fyrir nýjungum (openness) og andstaða eða sundurleitni(divergence). Í erindinu er greint frá þróun og rannsókn á EBPAS matslistanum og athugun á eiginleikum og notagildi hans vegna notkunar á Íslandi. EBPAS var lagður fyrir 202 háskólanemendur á fyrsta og fjórða ári í félagsráðgjöf og hjúkrunarfræði í tveimur háskólum. Staðfestandi þáttagreining bendir til að íslenska útgáfan sýni sömu fjórar víddir og að innri áreiðanleiki einstakra þátta sé álíka og í frumgerð EBPAS. Í erindinu verður greint frá þessum niðurstöðum og fjallað um notagildi EBPAS listans á Íslandi.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félagsráðgjafardeild.
Samþykkt: 
  • 26.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13327


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HalldorGudmunsson ofl_vidhorf til gagnreyndra adferda.pdf569.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna