ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1333

Titill

Lok, lok á læsi : lesblinda og athugun á áhrifum Davis-aðferðarinnar í kennslustofunni

Útdráttur

Þessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á
Akureyri. Tilgangurinn var að leita fræðilegrar vitneskju um lesblindu ásamt því að
kynnast sérstaklega kenningu og aðferð Ronald D. Davis. Sagt verður frá athugun sem
höfundar gerðu á áhrifum Davis-aðferðarinnar í kennslustofunni.
Lesblinda hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár og vakið bæði almenning
og kennara til umhugsunar um þau áhrif sem hún kann að hafa á einstaklinga. Margar
hugmyndir um orsakir lesblindu hafa litið dagsins ljós en það hefur reynst
vísindamönnum erfitt að koma sér saman um skilgreiningu á henni og hefur það enn
ekki tekist. Sumir telja orsökina vera skemmd eða afbrigðilega starfsemi í heila á
meðan aðrir, þ.m.t. Davis, halda því fram að lesblindir hugsi öðruvísi, eða í myndum.
Hann kýs að líta á slíka hugsun sem hæfileika sem um leið veldur lesblindum
erfiðleikum við að tileinka sér lestur og skrift. Hugmyndafræði Davis er frábrugðin
því sem áður hefur verið sett fram og vakti það áhuga höfunda. Af þeirri ástæðu þótti
áhugavert að líta nánar á hana og verða henni gerð ítarleg skil í verkefninu. Einnig
verður fjallað um kenningar nokkurra annarra fræðimanna.
Greint verður frá niðurstöðum athugunarinnar sem gerð var meðal kennara sem
hafa fengið þjálfun í Davis-aðferðinni og beitt henni í kennslustofunni. Í ljós kom að
kennarar eru jákvæðir í garð aðferðarinnar, þeir telja hana hafa jákvæð áhrif á
einbeitingu nemenda, aga í kennslustofunni og námsárangur. Þar sem úrtakið var lítið
og aðferðin er svo ný af nálinni hérlendis ber þó að taka niðurstöður athugunarinnar
með ákveðnum fyrirvara og líta frekar á þær sem vísbendingar sem gefa tilefni til
frekari rannsókna.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2004


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Katrín og Kristjana_e.pdf124KBOpinn Loklok - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Katrín og Kristjana_h.pdf131KBOpinn Loklok - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Katrín og Kristjan... .pdf1,57MBTakmarkaður Loklok - heild PDF  
lok-fs.pdf1,04MBTakmarkaður Loklok - fylgiskjöl PDF  
lok-u.pdf124KBOpinn Loklok - útdráttur PDF Skoða/Opna