ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13335

Titill

Aðför vegna umgengistálmana

Útgáfa
Október 2012
Útdráttur

Við setningu gildandi barnalaga nr. 76/2003 var í fyrsta sinn á Íslandi lögfest heimild til að koma á umgengni með aðför. Fram til þess var álagning dagsekta eina úrræðið til að knýja á um efndir á umgengni. Í nóvember 2011 lagði innanríkisráðherra fram frumvarp til breytinga á barnalögum þar sem m.a. var lagt til að fella brott heimild til aðfarar. Vísað var til þess að ýmsir fagaðilar hefðu lýst áhyggjum af framkvæmd þessara mála hér á landi, þ.e. því að það gæti verið barni fyrir bestu að taka það með valdi úr umráðum annars foreldris síns í því skyni að koma á umgengni við hitt foreldið. Alþingi samþykkti breytingartillögur velferðarnefndar um að heimildin skyldi vera til staðar í lögum.Lög til breytinga á barnalögum voru samþykkt í heild sinni 12. júní 2012 og munu taka gildi 1. janúar 2013. Í þessari grein verður fjallað nánar um heimild til að koma á umgengni með aðför, sjónum beint að rökum með og á móti úrræðinu og skoðuð reynsla af beitingu þess.

Birtist í

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Lagadeild

Samþykkt
26.10.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hrefna_Fridriksdot... .pdf523KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna