is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13340

Titill: 
  • „Og er það ekki líka svona öfga oft“
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Í erindinu verður fjallað um hvaða merkingu framhaldsskólanemar leggja í hugtökin jafnrétti og femínisma og hvaðan hugmyndirnar um þessi hugtök koma. Skoðað verður hvort að munur sé á merkingu þeirra sem hafa fengið fræðslu um hugtökin og þeirra sem ekki hafa fengið slíka fræðslu. Sérstaklega verður fjallað um hugmyndir um femínisma og femínista. Erindið byggir á eigindlegri rannsókn sem er unnin út frá sjónarhorni femínismans. Tekin voru tíu viðtöl við sextán framhaldsskólanema, átta einstaklingsviðtöl og tvö rýnihópaviðtöl. Viðtölin voru hljóðrituð, afrituð og þemagreind. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þó jafnrétti og femínismi séu náskyld hugtök virðist fólk upplifa þau á ólíkan hátt. Þátttakendur rannsóknarinnar upplifa hugtakið jafnrétti á jákvæðari hátt en hugtakið femínisma. Flestir þátttakendur sem ekki höfðu fengið fræðslu um hugtökin í skóla byggðu hugmyndir sínar um hugtökin á umræðum í netmiðlum, fjölmiðlum og úr bíómyndum. Þá benda niðurstöður einnig til þess að eftir því sem þátttakendur hafi fengið meiri fræðslu um femínisma því jákvæðari merkingu leggi þau í hugtakið.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Stjórnmálafræðideild
Samþykkt: 
  • 26.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13340


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JakobinaJonsdottir_GydaMargretPetursdottir_Upplifun framhaldsk nema a jafnretti og feminisma (1).pdf528.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna