ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13343

Titill

Huldar víddir heimabólsins. Um rými og dulrænar reynslusagnir kvenna í íslenska bændasamfélaginu

Útgáfa
Október 2012
Útdráttur

Í erindinu verður gerð grein fyrir efnistökum og vettvangi dulrænna reynslusagna kvenna, sem bjuggu í íslenska bændasamfélaginu á fyrri hluta 20. aldar, og samspili þessara þátta við náttúrulegt umhverfi þeirra og reynsluheim. Konurnar eru heimildamenn þjóðfræðasafnarans Hallfreðar Arnar Eiríkssonar sem ásamt fleirum ferðist um Ísland á seinna skeiði 20. aldar og hljóðritaði þjóðfræðiefni eldra fólks á heimilum þess á landsbyggðinni og á elliheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta efni endurspeglar það sem e.t.v. má kalla síðustu leifar af heimsmynd gamla bændasamfélagsins og er nú varðveitt á Segulbandasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Í erindinu verður gerð grein fyrir tölfræði sögustaða og ákveðinna efnisflokka í reynslusögnum kvennanna og skoðað hvaða ályktanir má af henni draga um tengslin á milli athafnasviðs eða rýmis kvennanna og notkunar þeirra á yfirnáttúrulegri hefð við túlkun dulrænnar reynslu. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að yfir 80% reynslusagna kvennanna gerast á vettvangi heimilisins, einkum innan dyra. Þetta takmarkar möguleika þeirra til túlkunar reynslunnar þar sem íslensk þjóðtrúarhefð er íhaldssöm hvað varðar tengsl ólíkra vætta við rými. Efni kvennanna ber enn fremur vott um að ákveðnir efnisflokkar íslenskrar þjóðtrúarhefðar hafi verið vinsælli meðal þeirra en aðrir vegna samspils hefðar, rýmis og reynslu og verða þeir flokkar teknir til sérstakrar umfjöllunar í erindinu.

Birtist í

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild

Samþykkt
26.10.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Juliana_Magnusdott... .pdf511KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna