is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13347

Titill: 
  • Titill er á ensku Three dimensions of social capital and government performance
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Bandaríski stjórnmálafræðingurinn Robert Putnam hefur verið leiðandi í rannsóknum á félagsauð og hafa mæliaðferðir hans á fyrirbærinu notið mikilla vinsælda. Putnam telur að félagsauður felist í félagstenglum einstaklinga og þeim margskonar jákvæðum samfélagslegum áhrifum sem leiða af trausti, gagnkvæmni og samvinnu sem tengist félagstengslum. Lykilþættir í kenningu hans eru félagslegt traust, borgaraleg þátttaka og félagsleg virkni, og miðast mæliaðferðir hans við að mæla umfang og áhrif þessara þátta út frá stöðluðum tölfræðigögnum. Þrátt fyrir miklar vinsældir þá hafa kenningar og aðferðarfræði Putnams verið umdeildar og hafa ýmsir fræðimenn bent á að það gangi ekki upp, hvorki kenningalega né aðferðafræðilega, að leggja að jöfnu þátttöku og traust þar sem þessir þættir eru ekki að mæla það sama og geta því ekki verið metnir á sama mælikvarða.Rannsóknin gengur út á að skoða félagslega virkni, þátttöku og traust meðal íbúa íslenskra sveitarfélaga og meta hvort þessir þættir félagsauðs hafa jákvæð áhrif á stjórnsýslu sveitarfélaganna. Hugsanlegt er að virkni, þátttaka og félagslegt traust fari saman eins og kenning Putnams um félagsauð segir til um, en einnig er mögulegt að virkni og þátttaka geti verið til staðar án trausts og að þessir þrír þættir hafi ólík áhrif á stjórnsýslu sveitarfélaga. Gögn rannsóknarinnar eru úr rannsókn á íbúalýðræði, sem framkvæmd var árið 2009.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Stjórnmálafræðideild
Samþykkt: 
  • 26.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13347


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjöfn Vilhelmsdottir_Three dimensions of social capital and goverment performance.pdf555.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna