ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13351

Titill

Úthýsing upplýsingatækni

Útgáfa
Október 2012
Útdráttur

Hinn fræðilegi bakgrunnur úthýsingar liggur aðallega í tveimur kenningum. Annars vegar kenningunni um viðskiptakostnað (e. transaction cost theory) og hins vegar kenningunni um aðfangamiðaða sýn á fyrirtækið (e. resource based view of the firm). Kenningin um umboðsmannsvandann (e. agency theory) hefur einnig verið nefnd til sögunnar í þessu tilliti. Fræðimenn hafa gjarnan lagt þessar kenningar til grundvallar í sínum rannsóknum og gera enn. Markmiðið með greiningu á fræðigreinum um úthýsingu hugbúnaðarþróunar var annars vegar að setja saman fræðilegt yfirlit yfir skilgreiningar og þær kenningar sem fram hafa verðið settar og liggja yfirleitt til grundvallar rannsóknum á úthýsingu upplýsingatækni og hins vegar hvort greina megi mismundandi afstöðu kenninganna tveggja, þ.e. annars vegar kenningarinnar um viðskiptakostnað og hins vegar kenningarinnar um aðfangamiðaða sýn á fyrirtækið, til úthýsingar upplýsingartækni. Til viðbótar þessu var það markmið haft í huga að þetta yfirlit gæti orðið grunnur rannsókna á þessu tiltekna sviði hér á landi. Afstaða kenningarinnar um viðskiptakostnað til úthýsingar virðist beinast meira að því að vera aðferð (e. tactic) meðan kenningin um aðfangamiðaða sýn á fyrirtækið tekur stefnumiðaðri (e. strategic) afstöðu til fyrirbærisins.Lykilhugtök: Úthýsing, upplýsingatækni, viðskiptakostnaðarhugtakið, aðfangamiðuð sýn á fyrirtækið, þekking, þekkingarmiðuð sýn á fyrirtækið, kjarnafærni fyrirtækja

Birtist í

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Viðskiptafræðideild

Samþykkt
26.10.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ArsaellValfells_Gi... .pdf946KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna