ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13362

Titill

„Íslenskar konur eru alltaf með heimþrá“ Rannsókn á héraðsvitund

Útgáfa
Október 2012
Útdráttur

Skagfirðingur sem hefur búið erlendis í tugi ára ákveður að flytja heim. Hvers vegna? Og hvaða stað á Íslandi velur hann til búsetu? Hverjir ákveða svo að flytja til Egilsstaða eftir að hafa búið í útlöndum? Og af hvaða ástæðu? Sumarið 2011 var á vegum Miðstöðvar munnlegrar sögu og Þjóðfræðistofu unnið verkefni sem bar heitið „Hvernig var í útlöndum?“ Í tengslum við verkefnið tók greinarhöfundur viðtöl við tuttugu einstaklinga á Fljótsdalshéraði og í Skagafirði. Tilgangur verkefnisins var að kanna hvaða félags- og menningarlegu áhrif það hefur á Íslendinga að dvelja erlendis um lengri eða skemmri tíma. Auk þessa var kannað hvort dvöl erlendis hefði haft áhrif á héraðsvitund viðkomandi einstaklinga. Viðtölin leiddu í ljós að héraðsvitund Skagfirðinga og Héraðsbúa var mjög ólík og er það meginumfjöllunarefni greinarinnar. Ennfremur virtust vera tengsl á milli sterkrar svæðisvitundar og samfélagslegrar ábyrgðar.
Greinarhöfundur er uppalin í Skagafirði en hefur verið búsett á Fljótsdalshéraði síðastliðin sjö ár. Þessi bakgrunnur skapar nálægð við rannsóknarefnið en jafnframt get ég staðið að nokkru utan við það sem rannsakandi og öðlast þannig dýrmæta innsýn í héraðsvitund viðmælenda á þessum svæðum, sem um margt svipar saman en eru samt svo ólík.

Birtist í

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild

Samþykkt
26.10.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Saebjorg_Gudmundur... .pdf516KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna