is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13363

Titill: 
  • Viðskiptagreind
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Viðskiptagreind eða Business Intelligence (BI) er eins konar regnhlífarhugtak sem nær yfir hugbúnað og uppbyggingu upplýsingakerfa sem gerir mögulegt að greina tiltæk gögn og upplýsingar. Í stuttu máli snýst viðskiptagreind því um að veita aðgang að upplýsingum á réttu formi, af réttum gæðum og á réttum tíma. Megintilgangur þessa erindis er að varpa ljósi á hvernig vel heppnuð viðskiptagreindar-lausn getur hjálpað fyrirtækjum að ná framúrskarandi árangri. Auk þess er fjallað um þær áskoranir sem mætt hafa fyrirtækjum sem þegar hafa innleitt viðskiptagreind til þess að styðja við ákvarðanatöku og greiningu. Einblínt er á innleiðingu viðskiptagreindar út frá sjónarhóli notenda (stjórnenda), spurt er: Hvernig má tryggja farsæla innleiðingu viðskiptagreindar-lausna? Rannsóknin byggir á eigindlegum aðferðum. Tekin eru viðtöl við aðila sem hafa mikla þekkingu á viðskiptagreind, annað hvort sem ráðgjafar eða sem notendur innan fyrirtækja sem nota viðskiptagreindarlausnir. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikill munur getur verið á umfangi innleiðingar viðskiptagreindar en það fer fyrst og fremst eftir hversu margir gagnagrunnarnir eru sem eiga að notast í viðskiptagreindinni. Einnig kom í ljós að þörf er á meiri kennslu og þjálfun í að nota viðskiptagreindarlausnir.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Viðskiptafræðideild
Samþykkt: 
  • 26.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristinGudmunds _EdvaldMoller_Vidskiptagreind.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna