is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13373

Titill: 
  • Ýta auglýsingar undir staðalímyndir kynjanna að mati auglýsingagerðarfólks
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Hugtakið staðalímynd vísar til almennra hugmynda um einhvern tiltekinn hóp. Auglýsingar hafa af mörgum verið taldar ýta undir staðalímyndir ýmissa hópa, sér í lagi staðalímyndir kynjanna. Það hvernig birtingarmynd karla og kenna er í auglýsingum getur verið til þess fallið að viðhalda og ýta undir gildandi hugmyndir og ríkjandi staðalímyndir um kynin og hefur birtingarmynd kynjanna í auglýsingum því verið notuð sem mælikvarði á það hvernig litið er á kynin í ákveðnum samfélögum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf þeirra sem vinna við gerð auglýsinga til þessa málefnis. Rannsóknarspurningin var: Ýta auglýsingar undir staðalímyndir kynjanna að mati auglýsingagerðarfólk? Í júní 2011 var rafrænn spurningalisti sendur á 125 starfsmenn á fimm auglýsingastofum á Íslandi. Þátttakendur urðu 46 sem gerir 36% svarhlutfall. Þátttakendur voru annars vegar beðnir um að taka afstöðu til þess hvort auglýsingar ýti undir staðalímyndir karla og hins vegar hvort auglýsingar ýti undir staðalímyndir kvenna. Niðurstöðurnar sýndu að almennt reynist auglýsingagerðarfólk hvorki sammála né ósammála fullyrðingum sem lúta að því að auglýsingar ýti undir staðalímyndir kynjanna. Nokkur munur reyndist þó vera á mati þátttakenda eftir kyni. Þannig töldu konur auglýsingar frekar ýta undir staðalímyndir beggja kynja heldur en karlar.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Viðskiptafræðideild
Samþykkt: 
  • 26.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13373


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MariaIngunn_AudurHermanns_Auglysingar og stadalmyndir.pdf666.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna