ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13378

Titill

Skólasiðir og sagnir

Útgáfa
Október 2012
Útdráttur

Hér verður fjallað um samstarfsverkefni Rannsóknarmiðstöðvar í þjóðfræði og nokkurra grunnskóla landsins. Verkefnið var styrkt af Rannsóknarsjóði Háskólans og hófst vinna við það í febrúar síðastliðnum. Verkefnið gengur út á það að nemendur í eldri bekkjum grunnskólanna taka viðtöl við einstaklinga sem reynslu hafa af dvöl á heimavistarskólum vítt og breitt um landið. Þannig myndast samræður milli kynslóða sem er áríðandi verkefni í samtímanum sem einkennist af rótleysi. Hugmyndin er því ekki einungis að horfa aftur heldur líka að veita kynslóðunum möguleika á að tengjast á djúpstæðari máta. Tíminn og siðirnir verða þannig að samningi milli kynslóða í stað þess að ein kynslóð þröngvi skilgreiningum sínum upp á aðra. Spurt er um siði, leiki, sagnir og almennt um frítímann í heimavistarskólunum en lítið hefur verið skráð af þeim upplýsingum fyrr en nú. Verkefni sem þetta er nýtt af nálinni hér á landi en nokkur dæmi eru um slík erlendis og verða þau tilvik nánar rædd í fyrirlestrinum og meðfylgjandi grein. Auk þess verður leitast við að gera grein fyrir gangi verkefnisins, samstarfinu við grunnskólana og síðast en ekki síst verður fjallað um svör heimildarmanna unglinganna og helstu niðurstöður ræddar

Birtist í

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild

Samþykkt
29.10.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
KristinEinars_Skol... .pdf448KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna