is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1337

Titill: 
  • Lengi býr að fyrstu gerð : mikilvægi þess að börn fái hollan, næringaríkan og fjölbreyttan mat í leikskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni höfundar verður leitast við að varpað ljósi á mikilvægi þess að börn fái hollan, næringarríkan og fjölbreyttan mat í leikskólanum. Óhollur matur sem er snauður af næringarefnum gefur börnunum enga orku þannig þau verða þreytt, pirruð og úthaldslítil.
    Höfundur veltir fyrir sér hvort til séu einhverjar skýrar reglur eða leiðbeiningar um hvað börn í leikskólum eigi að borða yfir daginn. Hann skoðar einnig Lög um leikskóla, Aðalnámskrá leikskóla, vef Lýðheilsustöðvar og Manneldismarkmið fyrir Íslendinga með það í huga hvort eitthvað sé þar fjallað um þá næringu sem börnin þurfi á að halda. Hann athugar hvort einhverjar reglur séu til í bæjarfélaginu Kópavogi sem kveða á um það hvað börnum skuli gefið að borða í leikskólum yfir daginn. Hvernig er þessu háttað í leikskólanum? Er hugsað um að börnin fái hollan, næringarríkan og fjölbreyttan mat svo að næringarþörfum þeirra sé fullnægt? Ef þess er gætt hafa börnin næga orku til að takast á við verkefni dagsins.
    Höfundi fannst vel vera staðið að því að fullnægja næringarþörf barnanna og mikill metnaður lagður í að hafa matinn sem hollastan. Með því að skoða hvað börnin eru að borða er hægt að beina þeim inn á rétta braut ef um mikla óhollustu er að ræða. Hollt mataræði strax í bernsku styrkir börnin í að velja sér áfram holla fæðu þegar þau verða eldri. Með hollu, næringarríku og fjölbreyttu mataræði má einnig koma í veg fyrir offitu og ofþyngd hjá börnum. Þannig er stuðlað að því að þau fái síður hjarta- og æðasjúkdóma og fleiri fylgikvilla sem offita og ofþyngd getur valdið.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1337


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lengi býr_fylgiskjal1.pdf251.35 kBTakmarkaðurLengi býr - fylgiskjal1PDF
lengibyr.pdf375.34 kBTakmarkaðurLengi býr - heildPDF
lengibyr_e.pdf58.28 kBOpinnLengi býr - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
lengibyr_fs.pdf68.72 kBTakmarkaðurLengi býr - fylgiskjölPDF
lengibyr_h.pdf86.84 kBOpinnLengi býr - heimildaskráPDFSkoða/Opna
lengibyr_u.pdf61.77 kBOpinnLengi býr - útdrátturPDFSkoða/Opna