is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13380

Titill: 
  • Hreint, ferskt og einfalt
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Saga kryddsins er samtvinnuð sögu ferðamennsku og verslunar á Miðöldum. Kryddin voru eftirsótt bæði til matargerðar og lækninga og í dag tengjast ýmsir áfangastaði í heiminum kryddi, bæði sögulega og vegna samtímaframleiðslu. Ísland sem áfangastaður á norðurhveli jarðar verður ekki auðveldlega settur á kort með helstu kryddþjóðum heims. Það sama gildir um hin Norðurlöndin. Undanfarið hafa þessi lönd þó leitast við að komast á heimskort matvælanna með átaksverkefninu Ný norræn matvæli. Áhersla er á hreinleika, ferskleika og einfaldleika hinna norrænu matvæla þar sem óbeisluð náttúran er nýtt í markvissa ímyndarsköpun. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hlutverk kryddjurta og villtra jurta í þessari ímyndarsköpun norrænna matvæla á Íslandi. Einblínt verður á hvort og hvernig jurtunum, sem gjarnan eru notaðar eins og krydd í mat, er ætlað að hafa áhrif á upplifun ferðamanna varðandi hreinleika, ferskleika og einfaldleika veitinganna sem þeir neyta. Aðferðin er tilviksrannsókn þar sem túlkun veitingamanna á veitingastaðnum Dill á markmiðum og hugmyndafræði Nýrra norrænna matvæla verður skoðuð, með áherslu á notkunar kryddjurta og villtra jurta. Auk ítarlegra viðtala við veitingamennina, verður skoðaður matseðil fyrirtækisins, markaðsmiðlar fyrirtækisins og umhverfi. Rannsóknin mun fara fram á tímabilinu 15. júní til 30. nóvember 2012.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild
Samþykkt: 
  • 29.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13380


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LaufeyHaraldsdottir_Hreint ferskt og einfalt.pdf586.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna