ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13381

Titill

Ég þori að vera til

Útgáfa
Október 2012
Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort og hvernig starfsemi Sólstafa á Ísafirði, sjálfshjálparsamtaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis og aðstandendur þeirra, hefur nýst þeim sem þangað hafa leitað. Þá var einnig kannað hvort tilurð samtakanna í heimabyggð hafi reynst viðkomandi hvatning til að leita sér aðstoðar, í stað þess að þurfa að leita til samskonar samtaka á
höfuðborgarsvæðinu, með tilheyrandi fyrirhöfn og fjárútlátum.
Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við sex þolendur kynferðisofbeldis sem hafa nýtt sér þjónustu Sólstafa og leitast við að fá innsýn í upplifun þeirra af henni. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að upplifun þolenda
kynferðisofbeldis af því að vinna úr reynslu sinni í heimabyggð með aðstoð og ráðgjöf Sólstafa er jákvæð. Það virðist skipta þolendur máli að geta unnið úr reynslu sinni í heimabyggð, óháð efnahag. Þolendur telja opinbera þjónustu sem stendur til boða á svæðinu kostnaðarsama og biðtíma eftir henni vera of langan, ásamt því að þeir telja það mikla fyrirhöfn og fjárútlát að leita aðstoðar sjálfshjálparsamtaka á höfuðborgarsvæðinu.
Þjónusta Sólstafa hafði jákvæð áhrif á líf þolenda og meirihluta þeirra fannst hún hafa áhrif til hins betra. Nánast allir þolendur voru sáttir við þá þjónustu sem þeir fengu og allir þolendurnir sex mæla með þjónustu Sólstafa fyrir aðra þolendur kynferðisofbeldis.

Birtist í

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félagsráðgjafardeild

Samþykkt
29.10.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
KristrunOlafs_Frey... .pdf509KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna