ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13385

Titill

Kraftur staðarins

Útgáfa
Október 2012
Útdráttur

Í þessum fyrirlestri mun ég skoða íslenska þjóðtrú og sagnir um álagabletti í alþjóðlega samhengi. Sagnirnar eru etv ennþá algengastar íslenskra þjóðsagna í sveitinni, og nýleg könnun á þjóðtrú Íslendinga 2006 og 2007 sýnir að þjóðtrú um álagabletti er ennþá mjög rík og lifandi (c. 800 sagnir um álagabletti í Árnastofnun). Á Íslandi hafa menn áður reynt að útskýra trúna m.a. með því að ræða um tengsl við fyrrverandi kaþólska „krosshóla“ eða staði þar sem sóttdautt kvikfé var grafið. Hingað til hefur þó enginn borið trúna og sagnirnar saman við mjög svipaða trú og sagnir frá nágrannalöndum (Færeyjum, Skotlandi [„the goodman’s croft“], Írlandi [trú um svokallaða fairy forths eða ráiths sem mátti ekki snerta], eða norðurlöndin [trú um bæjargrafhauga og gardvorden]). Í þessum löndum tengist trúin aftur á móti fornleifum sem urðu til í nágrannalöndum þegar landnámsmenn komu til Íslands. Samanburðurinn gefur fyrst og fremst í skyn að íslensk álagablettatrú og sagnir eru mjög gamlar (enda eru sagnir um slíka staði til í Landnámabók); og að það þarf að skoða þær í alþjóðlega samhengi. Efnið gefur líka til kynna að landnámsmenn ákváðu að „helga“ landið sem þeir voru að nema (á svipaðan hátt og þekktist erlendis). Fyrst og fremst, sýnir efnið hvernig sagnahefð getur merkt og hlíft landslagi öldum saman.

Birtist í

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild

Samþykkt
29.10.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Terry_Gunnell_Kraf... .pdf536KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna