is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13391

Titill: 
  • Gestanauð eða fagnaðarfundir? : viðhorf heimafólks til samfélagslegra áhrifa ferðaþjónustu í Vopnafirði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna viðhorf heimafólks á Vopnafirði til ferðaþjónustu og hvað það telji henta best sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn.Megindlegri aðferð var beitt við rannsóknina. Þýðið er íbúar Vopnafjarðar sem þar hafa
    lögheimili og eru á aldrinum 18-65 ára. Sendar voru út 250 spurningakannanir til einstaklinga er valdir voru með einföldu slembiúrtaki og bárust 152 svör. Helstu niðurstöður eru þær að viðhorf heimafólks á Vopnafirði til ferðaþjónustu er mjög
    jákvætt og þolmörkum þeirra því ekki náð. Heimafólk vill gjarnan auka fjölda ferðamanna til svæðisins og telja atvinnugreinina mikilvæga fyrir Vopnafjörð. Skýrt kom fram að íbúar vilja
    fá að hafa áhrif á hvaða auðlindir samfélagsins eru nýtta r til ferðaþjónustu og hvernig. Svarendur töldu sögu og menningararfleið Vopnafjarðar bestan kosta sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Næstan töldu þeir afþreyingu tengdri náttúru. Gögnum hefur verið safnað frá staðarbúum um viðhorf þeirra til ferðaþjónustu og niðurstöðurnar varpa ljósi á hugmyndir þeirra. Þess vegna hefur verkefnið nokkra þýðingu þar sem hér er um að ræða mikilvægar upplýsingar sem nýta má sem grunn og leiðarljós við
    skipulagningu og stefnumótun ferðaþjónustu í Vopnafirði. Gögnin henta vel til frekari greiningar. Þannig má auka við gagnagrunn þann sem nýtist til skipulagningar ferðaþjónustu í Vopnafirði, út frá viðhorfum heimafólks.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this essay is to explore the view of Vopnafjörður‘s inhabitants on tourism and what they consider to be the best tourist attraction (for tourists) at Vopnafjörður.
    A quantitative method was used in this research. The research population was the inhabitants of Vopnafjörður, those who have a registered address there and are aged from 18 to 65 years
    old. Questionnaires were sent out to 250 individuals chosen by a random sample. 125 answered the questionnaire. The main conclusions are that the people of Vopnafjörður do tolerate the tourism and have a positive attitude towards it in their area. Locals would like the number of tourist to increase and consider the industry important for the local economy. However it is clearly indicated that the locals want to have a say in the matter of what recourses tourists have access to and how these resources should be utilised. The best tourist attraction was thought to be the history and cultural heritage of Vopnafjörður. The next choice was nature-related recreation. The projects vital information has been collected from the inhabitants of Vopnafjörður. This
    information can be used as a base for further analysis for coordinating and policy making for tourism in Vopnafjörður. The data can be used for further analysis. In that way the database
    can be augmented so that it can be used for planning of tourism in Vopnafjörður, from the people‘s point of view.

Samþykkt: 
  • 30.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13391


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gestanauð eða fagnaðarfundir.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna