ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13403

Titill

Upplifun og reynsla íslenskra stjórnenda af viðskiptum í Kína

Útgáfa
Október 2012
Útdráttur

Í greininni verður leitast við að svara rannsóknarspurningunni „Hver er upplifun og reynsla íslenskra stjórnenda af viðskiptum við Kína?” Reynsla og upplifun ólíkra íslenskra fyrirtækja er dregin saman til þess að sjá hvort samræmi sé í upplifun þeirra sem gæti nýst öðrum sem hyggja á viðskipti við Kína.Greinin byggir á eigindlegri rannsókn með 16 viðtölum við stjórnendur og starfsmenn íslenskra fyrirtækja sem stunda viðskipti í og við Kína. Rannsóknin var einskorðuð við íslensk fyrirtæki með starfssemi í Kína eða með útflutning þangað. Í viðtölunum var meðal annars spurt um inngönguleið, umfang starfssemi í Kína og árangur ásamt reynslu og upplifun viðmælenda af kínversku viðskiptaumhverfi m.a. kínverskum birgjum, viðskiptavinum, starfsmönnum, samstarfsmönnum, samningagerð, meðhöndlun ágreinings, mikilvægi sambanda og fleira. Niðurstöður verða svo bornar saman við aðrar rannsóknir og kenningar.

Birtist í

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Viðskiptafræðideild

Samþykkt
1.11.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BergthoraAra_Ingja... .pdf620KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna