ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13416

Titill

Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir og virk þátttaka í skóla án aðgreiningar : mikilvægi samskipta fyrir nemendur til þátttöku í lýðræðissamfélagi

Skilað
Október 2012
Útdráttur

Skóli án aðgreiningar er opinber menntastefna Íslands og byggist hugmyndafræðin á því að allir geti sótt sinn heimaskóla og lært á sínum forsendum. Markmið stefnunnar er að vanda menntun allra nemenda og sigrast á þeim hindrunum sem verða á vegi þeirra í náminu. Eitt af hlutverkum skólanna er að undirbúa nemendur sína fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi en lýðræði byggist á því að einstaklingurinn sé hluti af samfélaginu þar sem hver og einn leggur eitthvað af mörkum og hafi þar með áhrif.
Skólastarfið þarf að taka mið af fjölbreytileika nemendanna og mismunandi þörfum þeirra í námi og kennslu. Stór hluti fatlaðra nemenda nýta sér óhefðbundin tjáskipti en óhefðbundnar tjáskiptaleiðir kallast þær aðferðir, aðrar en talmálið, sem notaðar eru við samskipti og tjáningu. Tákn með tali, Bliss og PCS eru dæmi um óhefðbundnar tjáskiptaleiðir.
Þessi ritgerð er unnin út frá skriflegum heimildum með það að markmiði að sýna fram á mikilvægi óhefðbundinna tjáskipta í námi og starfi með fötluðum nemendum og nemendum með sérþarfir. Menntun fatlaðra einstaklinga veitir þeim aukin mannréttindi og frelsi og styrkir stöðu þeirra í samfélaginu. Enn í dag litar læknisfræðilega líkanið viðhorf stóran hluta almennings. Sé hins vegar horft á samfélagið út frá sjónarhorni félagslega líkansins má sjá að margar félagslegar aðstæður gera fötluðum einstaklingum erfitt fyrir. Aðalnámskrá grunnskólanna og grunnskólalögin taka mið af félagslega skilningnum en þó má enn sjá áherslur í kennsluháttum og flokkun í skólastarfi í anda læknisfræðilega líkansins. Fatlað fólk á rétt á að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt í samfélaginu og má sjá slíkar áherslur í alþjóðasamþykktum.

Samþykkt
3.11.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA verkefni Final.pdf238KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna