is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1341

Titill: 
  • Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri : innri markaðssetning
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er gerð grein fyrir ákveðinni hugmyndafræði, innri markaðssetningu (e. Internal marketing) sem nýst getur stjórnendum fyrirtækja við samræmingu starfsmannastjórnunar, upplýsingaflæðis og boðmiðlunar.
    Til að rannsaka stöðu innri markaðssetningar í atvinnulífinu var ákveðið að gera könnun innan fyrirtækis eða stofnunar með deildaskipta starfsemi, margar starfsstéttir og mikinn fjölda starfsmanna. Við slíkar aðstæður í innra umhverfi eykst mikilvægi þess að stunda innra markaðsstarf.
    Fengið var leyfi yfirstjórnar Fjórðungs¬sjúkrahússins á Akureyri til að gera starfsmannakönnun er miðaðist að því að greina stöðu innra markaðsstarfs á sjúkrahúsinu. Var það gert með tilliti til ákveðinna þátta sem falla undir aðgerðir og aðferðir innri markaðssetningar. Í tengslum við þessa þætti voru settar voru fram tilgátur og þær notaðar til að sem rammi utan um rannsóknina. Framkvæmd var póstkönnun og voru spurningalistar sendir til alls starfsfólks í 50% starfi og þar yfir. Svarhlutfall var 34,8%.
    Helstu niðurstöður voru þær að viss tregða virðist vera í upplýsinga¬flæði og boðmiðlun frá yfirstjórn sjúkrahússins. Möguleikar upplýsingatækninnar eru ekki nýttir eins og hægt er við boð- og upplýsingamiðlun. Starfsfólk er tiltölulega ánægt með samstarf, upplýsingaflæði og þjónustu milli deilda, sem og innan deilda en þó er munur á viðhorfum starfsstétta.
    Starfsmannastefna er almennt ekki kunn meðal starfsfólks. Fræðsla og þjálfun miðast of mikið við ákveðnar starfsstéttir og vissa hópa skortir vitneskju um möguleika sína til endurmenntunar. Starfsánægja tengist starfsstétt og deild en starfsfólk með háskólamenntun og yfirmenn sýnist ánægðast. Starfsfólk þjónustudeilda er óánægðast. Meiri ánægja var með millistjórnendur en yfirstjórnendur meðal starfsfólks almennt. Tæp 40% allra starfsmanna hafa íhugað að hætta í núverandi starfi.
    Aðferðir og aðgerðir innri markaðssetningar geta nýst stjórnendum FSA við að taka á þessum málum, auka starfsánægju, draga úr starfsmannaveltu og auka þjónustugæði.
    Lykilorð: Innra markaðsstarf, mannauðsstjórnun, upplýsingaflæði, innri boðmiðlun, heilbrigðisþjónusta.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1341


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FSA.pdf855.08 kBLokaðurFSA - heildPDF
FSA_e.pdf151.33 kBOpinnFSA - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
FSA_h.pdf169.91 kBOpinnFSA - heimildaskráPDFSkoða/Opna
FSA_u.pdf149.64 kBOpinnFSA - útdrátturPDFSkoða/Opna
FSA_fylgiskjöl0001.pdf2.88 MBTakmarkaðurFSA - fylgiskjölPDF