is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13422

Titill: 
  • Almannatengsl í skólastarfi : samskipti og upplýsingamiðlun milli skóla og foreldra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessa rannsóknarverkefnis er að kortleggja almannatengsl í skólastarfi með áherslu á samskipti og upplýsingarmiðlun sem fram fer milli grunnskóla og foreldra. Kannað er að hve miklu leyti viðhorf kennara og foreldra til gagnsemi upplýsinga og boðleiða fer saman. Niðurstöðum er ætlað að vera grundvöllur að áætlanagerð um markvisst foreldrasamstarf sem eykur innsýn og hlutdeild foreldra í námi nemenda.
    Rannsóknin fór fram í Norðlingaskóla á vorönn 2012 og var beitt eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum við öflun gagna. Tekin voru fjögur hálfopin rýnihópaviðtöl við foreldra og spurningalistar voru lagðir fyrir kennara skólans.
    Niðurstöður sýna að væntingar foreldra og kennara til foreldrasamskipta og upplýsingamiðlunar samræmast í meginatriðum. Kennarar vilja auka samstarf sitt við foreldra á flestum sviðum og foreldrar eru tilbúnir í aukið samstarf um nám nemenda. Þannig gefa niðurstöður vísbendingar um að ríkur samstarfsvilji sé á milli kennara og foreldra. Foreldrum finnst þeir hafa möguleika á að hafa áhrif á skólastarfið og þeim finnst aðgengi að upplýsingum og viðmót starfsfólks gott. Kennurum og foreldrum finnst að áhrif foreldra í skólastarfinu eigi einna helst að gæta í námi nemenda, agamálum, þátttöku í félagsstarfi og viðburðum í almennu skólastarfi en síður í stefnumótun skólans og námsmati.
    Vilji kennara snýr að meiri áherslu á að upplýsa foreldra um starfs- og kennsluhætti á námskynningum og samræmist það þörfum foreldra sem kalla eftir frekari fræðslu um þessi mál. Kennarar treysta mest á að miðla upplýsingum um einstaka þætti sem snúa að sýn og stefnu skólastarfsins í gegnum heimasíðu og kynningar- og fræðslufundi. Aftur á móti virðast foreldrar sjaldan heimsækja heimasíðuna. Foreldrar lýsa yfir áhuga á að fá meiri upplýsingar um nám, líðan og hegðun í gegnum rafræna miðla og kennarar vilja að þessar boðleiðir verði betur nýttar í þeim tilgangi.

  • Útdráttur er á ensku

    The main aim of this research project is to map public relations in schools
    with an emphasis on communication and the dissemination of imformation
    from primary schools to parents. In that context, the convergence of the
    attitudes of teachers and parents towards the usefulness of information
    and communication channels is examined. The results are intended to serve
    as a basis for planning efficient parent-teacher collaboration which
    enhances the insight and participation of parents in their children‘s
    education.
    The research was conducted in Norðlingaskóli during spring term 2012,
    using qualitative and quantitative research methods in collecting data. Four
    semi-open interviews were conducted with parents and questionnaires
    were put before teachers.
    The results show that the expectations of parents and teachers to
    communication and the dissemination of information are essentially in
    agreement. Teachers want to increase their cooperation with parents in
    most areas and parents are prepared to collaborate more on their
    children‘s education. The results thus indicate that there is a strong desire
    for collaboration between teachers and parents. Parents feel that they have
    opportunities to influence school activities and they are happy with their
    access to information and the conduct of school staff. Teachers and parents
    feel that parental influence on school activities should be most prominent
    when it comes to schoolwork, discipline, participation in social activities and
    general school events, but less when it comes to school policy and
    assessment.
    The teachers show a desire for increased emphasis on informing parents
    about working practices and teaching methods through parent meetings,
    which is congruent with the needs of parents, who call for increased
    education on these matters. Concerning the dissemination of information
    about specific areas regarding school policy and philosophy, teachers
    mostly rely on the school homepage and parent meetings. On the other
    hand, parents do not seem to visit the school homepage very often. Parents 7
    declare an interest in getting more information about schoolwork,
    wellbeing and behaviour through electronic media and teachers want these
    channels to be better utilised for that purpose.

Samþykkt: 
  • 6.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13422


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Almannatengsl í skólastarfi. Samskipti og upplýsingamiðlun milli skóla og foreldra.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna