is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13429

Titill: 
  • Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að skoða hversu gagnleg handleiðsla er fyrir leikskólastjórnendur og greina upplifun þeirra á handleiðslu. Rannsóknarspurningin sem unnið er út frá hljóðaði svo: Hversu gagnleg er handleiðsla fyrir leikskólastjórnendur?
    Hér er um eigindlega rannókn að ræða. Gögnum er safnað með viðtölum og eru þátttakendur valdir eftir því hvort þeir hafa verið í handleiðslu. Leikskólastjórarnir sem tekin eru viðtöl við eru þrír, starfa allir í sama bæjarfélagi og hafa reynslu af handleiðslu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru að handleiðslan hafi haft jákvæð áhrif á störf þeirra og þá sjálfa. Það komu fram tvö form handleiðslu, jafningja- og einstaklingshandleiðsla. Niðurstaðan var að leikskólastjórarnir upplifðu gagnsemi af báðum handleiðsluformunum. Þeir hafi fundið þann stuðning sem þeir leituðu í gegnum handleiðsluna, nái betur fram markmiðum sínum í vinnu sinni og séu skilvirkari í störfum sínum. Þessir þættir leiða til þess að þeir eru sáttari við sjálfan sig og störf sín og telja að þeir hafi styrkst sem fagmenn. Það kom fram að þátttakendur telja að handleiðsla sé gagnleg fyrir leikskólastjórnendur og ætti að vera hluti af kjararéttindum leikskólastjóra.
    Þótt ekki verði alhæft um gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjórnendur út frá þessari rannsókn gefur hún ákveðnar vísbendingar, og það væri áhugavert að gera frekari rannsóknir meðal þeirra leikskólastjóra sem hafa nýtt sér handleiðslu til að auka umræðuna um gildi og gagnsemi hennar.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is to investigate how helpful coaching is for preschool
    principals and to analyze their experience of supervision. The investigative
    question on which the study is based is: How helpful can supervision be for
    preschool principals?
    This is a qualitative research. Data is collected with interviews and the
    participants are chosen on the basis of whether or not they had had
    supervision. Three preschool principals were interviewed, all of whom work in
    the same community and had experienced supervision.
    The main findings are that supervision has had a positive effect on their
    work performance and on the participants as individuals. There were two
    different types of supervision, peer- and individual supervision. The findings
    showed that both types had positive effect on the participants. Through
    supervision, they have obtained the support they had aimed for, subsequently
    they are more able to achieve their professional goals and work more
    effectively. This has given them more self-confidence, professionally and
    personally, and they feel more satisfied with themselves as individuals and as
    professionals. The interviews showed that the participants think supervision is
    helpful for preschool principals and that it should be an inherent part of their
    work and training experience.
    No general conclusions can be drawn regarding supervision for principals
    based on this particular study; the results show, however, that preschool
    principals feel they have benefitted from supervision as leaders. It would be
    very interesting to conduct further research among those principals which have
    used supervision, in order to further the discussion on the value and usefulness
    of supervision.

Samþykkt: 
  • 8.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13429


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Jóna Thorarensen.pdf640.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna