is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13430

Titill: 
  • Náms- og kynnisferðir grunnskóla til annarra landa með tilliti til skólaþróunar : markmið, fyrirkomulag og ávinningur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var leitast við að kanna gildi náms- og kynnisferða grunnskóla í skóla erlendis. Á árabilinu 2008 til 2011 jukust styrkveitingar úr C-hluta svonefnds Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands (Vonarsjóðs) jafnt og þétt vegna slíkra ferða. Í mars 2012 fengu félagsmenn hins vegar bréf þess efnis að fjölgun umsókna um styrki til utanferða hefði orðið það mikil að sýnt væri að sjóðurinn gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar ef svo héldi áfram. Því voru gerðar breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins og dregið úr styrkveitingum á skólaárinu 2012–2013.
    Markmið Verkefna- og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ er meðal annars að búa félagsmönnum tækifæri til símenntunar og þróunarstarfa. Líta má á náms- og kynnisferðir hópa í aðra skóla, hvort sem er innan lands eða utan, sem mikilvægan þátt í skólaþróun og starfsþróun, en rökræða má um gildi svo stuttra náms- og kynnisferða sem um ræðir.
    Í þessari rannsókn var sjónum beint að þremur þáttum er tengdust náms- og kynnisferðum erlendis. Í fyrsta lagi var reynt að grafast fyrir um aðdraganda ferðanna og markmið. Í öðru lagi var horft á skipulag þeirra og fyrirkomulag heimsókna í erlenda skóla og menntastofnanir. Í þriðja lagi var reynt að fá mynd af ávinningi ferðanna og áhrifum á áframhaldandi starf þeirra skóla sem í hlut áttu, þ.e. skóla- og starfsþróun. Rannsakaðar voru þrjátíu og átta skýrslur um ferðir sem farnar voru á árabilinu 2008–2011. Einnig voru tekin viðtöl við sex skólastjórnendur úr skólum sem höfðu lagt land undir fót árið 2011 og spurt um þátt þeirra í skipulagi ferðanna og einnig var spurt um sýn þeirra á gildi, ávinning og úrvinnslu þeirra. Loks var rætt við tvo reynda embættismenn úr íslenska skólakerfinu og reynt að grafast fyrir um þeirra sýn á slíkar ferðir og gildi þeirra.
    Meginniðurstöður benda til að gildi náms- og kynnisferða í íslenskum grunnskólum sé fremur takmarkað hvað varðar þróun skóla. Þær beinast fremur að því að efla starfshópinn án þess að þær feli í sér skýr markmið eða hagnýtingu skóla á afrakstri af þeim.

  • Útdráttur er á ensku

    Educational and observation visits to other countries in terms of school development. Goals, procedures and benefits.
    This research aims to explore the value gained through educational and observation visits to overseas elementary and lower-secondary schools. During the period 2008-2011, grants from educational funds of the Teacher Union in Iceland (Verkefna- og námsstyrkjasjóður FG og SÍ) were increased to promote such visits.
    In March 2012 the fund declared, that due to this increase in applications, the fund would be unable to meet its obligations if continued. As a result, the rules of grant allocation have been changed to react to the situation. Financial allocations will be cut down in the year 2012-2013.
    The fund´s main function is to allow union members the opportunity to gain further education and enhance professional development. Educational and introductory visits, regardless of destination, can be regarded as an important part of educational development. However, it can be argued that the value of such short term visits may be limited.
    This research emphasizes three aspects related to educational and observation visits overseas. First to perform necessary background research, attempting to analyze the prelude and the aims of such visits. Secondly to describe the planning of these visits and lastly to evaluate the overall gained value for the participating schools in terms of educational development. A total of 38 visit reports were analyzed covering the period 2008-2011. In addition, six interviews were conducted with school administrators representing schools that participated in such visits in the year 2011. The focus of these interviews was to gather information on their involvement in the overall planning as well as to acquire feedback on resulting of this visits. Furthermore, two experienced officials from the education sector were also interviewed.
    Overall conclusion indicates that the value of educational and observation visits may be limited for school development. They aimed rather at promoting the staff´s ethos than contributing to the development of the whole school organisation.

Samþykkt: 
  • 8.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13430


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersverkefni_október 2012_Gudrún Þorsteinsdóttir.pdf1.03 MBLokaður til...04.10.2060HeildartextiPDF