is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13459

Titill: 
  • „Að brjótast úr viðjum vanans“ : áhrif menningar og félagslegrar stöðu kvenna frá Miðausturlöndum á þátttöku þeirra í símenntun á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Miklar breytingar, flutningur fólks milli landa og ör tækniþróun hafa átt sér stað í næstum öllum þróuðum löndum undanfarna áratugi og þessar breytingar hafa haft áhrif á stöðu fullorðinna á vinnumarkaði. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að vaxandi áhersla er lögð á símenntun ekki síst fullorðinna innflytjenda (Van Tubergen og Van De Werfhorst, 2007, bls. 883). Á hinn bóginn eru til næg gögn sem sýna að ekki hefur gengið vel að vekja áhuga þátttakenda úr þessum hópi á námi. Jafnvel þó að stjórnvöld hér á landi hafi sett fram kröfur og ályktað um nauðsyn þess að tekið sé á móti innflytjendum þannig að þeir eigi auðvelt með að læra tungu og aðlagast menningu nýja landsins fljótt og vel og að þeir fái notið fyrri menntunar sinnar og færni og um leið aukið lífsgæði sín, er greinilegt að vel menntaðir innflytjendur eiga enn erfitt með að fá menntun og starfsreynslu metna til tekna. Enn fremur er staðan sú að þrátt fyrir ýmis fræðslutilboð sem gætu gagnast innflytjendum hefur töluverður hópur kvenna af erlendum uppruna aðeins tekið takmarkaðan þátt í þeirri fræðslu sem þeim býðst.
    Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á það sem veldur því að sumar konur frá Miðausturlöndum taka ekki þátt í þeirri símenntun sem þeim býðst. Þetta er gert með það fyrir augum að kanna hvernig best megi mæta breytilegum þörfum ólíkra kvenna innan þessa hóps, bæta menntun kvennanna og námsárangur til að auka möguleika þeirra sem virkra þátttakenda í íslensku samfélagi. Leitað er leiða til að auðvelda þeim að finna sér stað í samfélaginu sem þeim hentar og tryggir að börn þeirra og afkomendur finni sér öruggan stað í takt við sína eigin menningu og íslenska menningu.
    Rannsóknarspurningin er: Hvernig skýra konur frá Miðausturlöndum takmarkaða þátttöku sína í símenntun á Íslandi?
    Rannsóknin er eigindleg og byggir á einstaklingsviðtölum við átta konur á aldrinum 31-51 ára sem tóku mismikið þátt í námskeiðum og eru í fjölbreyttum störfum. Rannsóknin fór fram á tímabilinu 5. október 2011 til 25. mars 2012. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að bæði menningarlegar og félagslegar aðstæður þessara kvenna standi í vegi fyrir þátttöku þeirra í símenntun á Íslandi. Þessar aðstæður myndast meðal annars vegna muna á íslenskri menningu og menningu upprunalandsins. Jafnframt leiða niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að íslenskt samfélag tekur á móti innflytjendum á mismunandi hátt eftir uppruna og leiðum og forsendum komu þeirra til landsins.
    Draga má þá ályktun að til að hjálpa þessum konum og ef til vill fleiri konum að stíga skref fram á við og auðvelda þeim að taka þátt í símenntun þurfi íslenskt samfélag að veita þeim öllum jöfn tækifæri og sama aðgang að námskeiðum og flóttamenn og aðrir hælisleitendur fá. Það myndi jafnframt leiða til þess að þær yrðu samkeppnishæfari á vinnumarkaðnum en þær nú eru og hefðu aðgang að fjölbreyttari störfum í samfélaginu.

  • Útdráttur er á ensku

    „Breaking with convention“
    The impact of culture and social networkings on middle-eastern womens´participation in Lifelong Learning in Iceland
    In recent decades people in almost every developed country have experi-enced many rapid changes in society; migration and rapid technological developments. These dramatic changes have influenced adults worldwide with respect to their participation in lifelong learning. As a result great emphasis has been put on adult immigrants to participate in various courses and learning activities (Van Tubergen and Van De Werfhorst, 2007, bls. 883). However, there is ample evidence to show that success in attracting participants from this target group is lacking. One of the challenges lies with women from the Middle East who are scattered around the work market and in society in general. Even though state policies have set out requirements, regarding education for immigrants, and determine the importance of embracing diversity so that immigrants find it easy to integrate to the society and access their chances of participation in daily life, there is a considerable group of women, of foreign origin, who has a limited role in participation in the educational activities on offer.
    The main purpose of this research is to highlight factors which impede participation and successful completion of courses, among women from the Middle East in lifelong learning courses in Iceland and to investigate how best to meet the variety of these women´s needs, and thus to enhance their access to the community in order to establish a safer community for their children and descendants which allows for the integration of both the existing and new culture. These aspects are an important part of making future developments possible for these women regarding participation and coexistence in the new environment.
    The research question is: How do women from the Middle East explain their limited participations in lifelong learning activities in Iceland?
    The investigation is qualitative and is based on data gleaned from interviews with eight immigrant women aged 30 to 51 and from public documents. The study was carried out between October 5th 2011 and March 25th 2012. The findings suggest that social networking, level of education and income problems are among the factors that affect immigrants´ access to lifelong learning. It also suggests that the Icelandic society embraces different “types” of immigrants differently.
    The result suggests that in order to help these women, and even others, to move forwards and engage in lifelong learning activities, equal opportunities and equal access to courses need to be secured to all refugees and immigrants in Iceland. The conclusion shows that this will allow them to be more competitive in the labour market and give them access to a wider range of jobs in the society.

Samþykkt: 
  • 22.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13459


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SusanEftirProfdom.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna