ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Félagsvísindadeild>Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13477

Titill

Hvaða ástæður lágu að baki þess að samkomulag Írana, Brasilíumanna og Tyrkja um kjarnorkuáætlun Írana tók ekki gildi?

Skilað
September 2012
Útdráttur

Í þessari lokaritgerð er skoðað hvaða mögulegu skýringar geta legið að baki þeirri ákvörðun Vínarhópsins að samþykkja ekki samkomulag sem náðist hafði milli Brasilíumanna, Tyrkja og Írana í kjarnorkudeilunni við Írana út frá kenningum raunhyggjunnar og frjálslyndrar stofnanahyggju. Til þess að svara spurningunni er fjallað um kenningarnar tvær, sögu kjarnorkuáætlunar Írana, tilraunum alþjóðasamfélagsins og hvaða áhrif kjarnorkuvopn í höndum íranskra stjórnvalda gætu haft. Einnig var samkomulag þriggja fyrrnefndra landa skoðaður ásamt viðbrögðum málsaðila.
Helstu niðurstöður eru þær að samningnum var hafnað því hvergi kom fram í samkomulagi Brasilíumanna, Tyrkja og Írana að Íranir myndu láta af auðgun úrans, þvert á ályktanir Öryggisráðs Sameinðu þjóðanna. Einnig hafði tekist að sannfæra bæði kínversk og rússnesk yfirvöld að samþykkja refsiaðgerðir sem þau höfðu verið mótfallin en það tókst á sama tíma og samningaviðræðurnar stóðu yfir í Íran. Vakti það mikla athygli vegna þess stuðnings sem bæði Brasilíumenn og Tyrkir töldu sig njóta.

Samþykkt
27.11.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
SigurdurOrn-BA-FINAL.pdf651KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna