is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13498

Titill: 
  • Hvernig bregðast grunnskólar við og styðja við börn sem glíma við offitu eða ofþyngd og foreldra þeirra?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna með eigindlegri viðtalsaðferð hvaða hlutverk grunnskólar á Íslandi hafa þegar að kemur að úrræðum fyrir börn sem glíma við offitu eða ofþyngd og foreldra þeirra og hvernig samvinnu á milli grunnskóla og heimila er háttað hvað þessi mál varðar. Markmið rannsóknarinnar eru þrjú. Í fyrsta lagi að komast að því hvað grunnskólar eru að gera til að sporna við auknum offituvanda barna á Íslandi og sjónum beint að hlutverki stjórnandans. Í öðru lagi að skoða hvað grunnskólar eru að gera fyrir börn sem glíma við offitu og foreldra þeirra og í þriðja lagi að kanna afstöðu foreldra þeirra barna sem glíma við offitu/ofþyngd til þess sem grunnskólar eru að gera. Til að ná settum markmiðum var notast við eigindlegar rannsóknir, þ.e. viðtöl við skólastjórnendur, skólahjúkrunarfræðinga og foreldra barna sem glíma við offitu eða ofþyngd í þremur grunnskólum. Foreldrar barna sem glíma við offitu eða ofþyngd þurfa stuðning og fleiri úrræði en boðið er upp á í dag og vonast er til að rannsókn þessi muni varpa skýrara ljósi á þörf inngrips í grunnskólum.
    Helstu niðurstöður: Í ljós kom að enn eiga grunnskólar langt í land þó víða sé ýmislegt verið að gera. Beðið er þar til barn er komið vel yfir kjörþyngd og flokkað undir offitu áður en haft er samband við foreldra. Stjórnendur hafa fá úrræði og lítið fjármagn til að bæta úr. Í sumum tilfellum sjá stjórnendur ekki að frekari úrbætur falli inn á starfssvið grunnskóla. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem fram koma í þessari ritgerð þá er stjórnendum grunnskóla bent á að brýn þörf sé á nákvæmari fræðslu innan skólastofunnar, aukinni áherslu á hreyfingu, heilsusamlegra mötuneyti og hæfu starfsfólki og eru þetta þættir sem gera grunnskólana raunhæfan vettvang til inngrips og forvarna gegn offitu barna á Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to examine with qualitative interviews what role schools have when it comes to resources for children who struggle with being overweight or obese and their parents. The aim of this study was to examine the cooperation between schools and homes when it comes to childhood obesity. There are three main focuses in the study. First, to find out what schools in Iceland are doing to counter the increase of obesity in children, focusing on the role of the manager. Second, to investigate what schools are doing for children who struggle with obesity and their parents and the third is to examine the opinion of parents of children who struggle with obesity/overweight of what the schools are doing. To achieve its objectives the researcher used qualitative research approach; e.g. interviews with the schools administrators, school nurses and parents of children who struggle with obesity in three primary schools in Iceland. Parents of children who struggle with obesity need support and more resources than are available now, and I hope that my research will shed a clearer light on the need for more school involvement.
    Main results: The results showed that schools still have a long way to go, although many things are being done. The schools wait until the child is well overweight and categorized as obese before contacting their parents. Managers have few choices and little money to rectify. In some cases, managers do not see further improvements fall into the operations of schools. According to the results presented in this paper it is my advise to the school managers of this country to prioritize the need for specific training in the classroom, increased emphasis on exercise, a healthy cafeteria and skilled staff. These are the factors that make primary schools a realistic platform to intervene and prevent child obesity in Iceland.

Samþykkt: 
  • 10.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13498


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-Sigríður Valdimarsdóttir.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna