is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13511

Titill: 
  • Áhrif þóknunar á bótaábyrgð sérfræðinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um það réttarsvið skaðabótaréttar sem nefnist sérfræðiábyrgð. Ritgerðinni er ætlað að varpa ljósi á hvort sú þóknun sem sérfræðingar fái fyrir störf sín hafi áhrif á bótaábyrgð þeirra.
    Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um sérfræðiábyrgð og þær reglur sem gilda á því sviði. Farið er yfir stranga beitingu sakarreglunnar og hvernig sönnunarreglum á þessu sviði er beitt tjónþola í vil. Því næst er fjallað um það hverjir það eru sem geti borið sérfræðiábyrgð. Í þeim efnum er fjallað um starfsstéttir sem hafa gjarnan verið kallaðar sjálfstætt starfandi sérfræðingar ásamt því að fjalla um hverjir fleiri geti borið sérfræðiábyrgð.
    Í síðari hluta ritgerðarinnar er fjallað um áhrif þóknunar á bótaábyrgð sérfræðinga. Þá er fjallað um hvaða áhrif það hefur þegar engin þóknun er greidd og hvort sérfræðingur geti komið sér undan ábyrgð með því að undanþiggja þóknun. Fjallað er um vinagreiða sem gerðir eru án endurgjalds og í hvaða tilfellum þeir falli utan sérfræðiábyrgðar. Skoðað er hvaða viðhorf gilda í dönskum rétti um hvaða áhrif fjárhæð þóknunar getur haft á bótaábyrgð sérfræðinga. Sama viðfangsefni er skoðað í íslenskum rétti með hliðsjón af niðurstöðu Hæstaréttar í Hrd. 1995, bls. 1692, sem er ítarlega reifaður í kaflanum. Í lokaorðum eru svo helstu atriði ritgerðarinnar dregin saman.

Samþykkt: 
  • 14.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13511


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif þóknunar á bótaábyrgð sérfræðinga.pdf360.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna