is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13516

Titill: 
  • Tengsl grunntíðni (F0) raddar íslenskra kvenna fyrir eða kynleiðréttingu og ánægju þeirra með röddina
  • Titill er á ensku The connection between voice fundamental frequency (F0) and vocal contentment of Icelandic women before or after sex reassignment surgery
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Ósamræmi milli kynvitundar og líffræðilegs kyns transfólks má leiðrétta með kynleiðréttingarferli auk aðgerðar þar sem kynvitund og líffræðilegt kyn eru samræmd. 75% alls transfólks sem leitar læknisfræðilegrar aðstoðar vegna kynáttunarvanda eru einstaklingar fæddir í karlmannslíkama sem upplifa sig sem konur (transkonur). Þótt þeim kvenhormónum sem transkonur taka í kynleiðréttingarferlinu fylgi víðtækar líkamlegar breytingar hafa hormónin engin áhrif á líffræðilega karlkyns raddfæri þeirra. Röddin kann að hæfa kyni þeirra illa og valda þeim félagslegum erfiðleikum og vanlíðan. Talþjálfun er því mikilvæg fyrir þennan hóp en sá raddþáttur sem helst er notaður til að leggja mat á kvenleika raddar og virkni talþjálfunar hjá transkonum er grunntíðni (F0) raddar. F0 er skilgreind sem sú tíðni sem kemur síendurtekið fram í tali einstaklings en samband hennar við heildar raddánægju transkvenna er ekki þekkt.
    Markmið: Að meta hvort fylgni sé á milli grunntíðni (F0) raddar og ánægju transkvenna með eigin rödd. Tilgátan sem lagt er upp með er sú að fylgni þessara tveggja þátta sé ekki til staðar. Jafnframt verður leitast við að svara því hvort tengsl séu á milli F0 og þess hvernig talmeinafræðingar kyngreina rödd og hvaða raddþætti talmeinafræðingar nefna í tengslum við rödd transkvenna. Hliðarmarkmið rannsóknarinnar er að athuga hvor tveggja sálfélagslegra (e. psychosocial) spurningalista varðandi rödd, Voice Handicap Index/VHI eða Transgender Self Evaluation Questionnaire/TSEQ, sé næmari á raddvanda transkvenna.
    Aðferð: Þátttakendur voru 13 íslenskar konur sem gengist hafa undir kynleiðréttingaraðgerð eða tekið kynhormón í að lágmarki sex mánuði. Þær höfðu jafnframt allar hagað lífi sínu eingöngu sem konur í hálft ár eða meira og notið þjónustu transteymisins á Landspítalanum. Sjálfsprottið tal og stuttur upplestur þátttakenda var tekinn upp og F0 radda þeirra mæld. Tveir spurningalistar, VHI og TSEQ, voru einnig lagðir fyrir þátttakendur til að ákvarða heildar raddánægju þeirra. Upptökur af upplestri og sjálfsprottnu tali þátttakenda auk átta manna viðbótarhóps (fjórir karlar og fjórar konur) voru spilaðar fyrir tíu talmeinafræðinga sem hafa haldbæra þekkingu á rödd og raddmeinum. Talmeinafræðingarnir áætluðu hvors kyns mælandinn væri, hversu karlmannleg/kvenleg rödd hans væri og greindu frá því hvaða raddþættir einkenndu hverja rödd fyrir sig.
    Niðurstöður: Ekki reyndist vera marktæk fylgni á milli grunntíðni raddar og ánægju þátttakenda með eigin rödd. Raddtíðnin gegnir þó ákveðnu hlutverki þegar kemur að því að ákvarða kyn mælanda út frá rödd og hversu karlmannleg/kvenleg rödd hans er en sterk jákvæð fylgni var á milli þeirra breyta (r =0, 79). Umsagnir um raddir þátttakenda voru heilt yfir neikvæðar í samanburði við viðbótarhópinn og aðeins þrír af þátttakendum 13 voru álitnir kvenkyns í meira en 50% tilvika. Vísbendingar um að TSEQ sé næmari á raddvanda transkvenna en VHI komu jafnframt í ljós.
    Ályktanir: Ekki stoðar að einblína á að hækka grunntíðni þegar kemur að því að kvengera rödd svo vel sé heldur krefst slíkt markmið heildrænnar nálgunar sem tekur mið af yrtum og óyrtum samskiptaþáttum auk heildar raddánægju skjólstæðingsins. Þeir neikvæðu þættir (hæsi, ræma, leki) sem komu fram í röddum þátttakenda renna stoðum undir þörf þessa hóps fyrir þjónustu sérhæfðra talmeinafræðinga. Það er þörf fyrir hérlendar rannsóknir á því hvaða raddþættir skilja kynin að og hverja þeirra ber að nýta sér í meðferð sem miðar að því að auka kvenleika raddar.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: In the transgender population, the inconsistency between gender identity and biological gender can be corrected by a process ending in gender reassignment surgery. Seventy-five percent of all transgenders who seek medical assistance due to gender identity disorder are biological males identifying as female, and although they undergo many physical changes through the administration of female hormones, the biologically male glottis remains unaffected. Their voice may therefore be ill-suited for a woman, causing them social difficulties and reduced quality of life, and as a result speech-therapy is important amongst this population. The parameter most frequently used to assess progress in their voice therapy is fundamental frequency (F0), defined as the frequency most often measured in a persons voice, and the acoustic factor most frequently used for defining speaker-gender in acoustic research. The relationship between the F0 of transgendered women and their vocal contentment has yet to be established.
    Purpose: To evaluate the connection between F0 and vocal contentment of Icelandic male-to-female (MTF) transsexuals, hypothesizing that no such connection would be found. Additional purposes are to explore the connection between F0 and gender as categorized by speech-language pathologists (SLPs), and which voice parameters occur amongst the participants. Lastly, to see which of two psychosocial questionnaires regarding voice, Voice Handicap Index (VHI) or Transgender Self-Evaluation Questionnaire (TSEQ), is more sensitive when it comes to identifying voice problems of MTF transsexuals.
    Method: The participants were thirteen Icelandic MTF transsexuals who were Landspitali University Hospital patients living as females 100% of the time, and had either who had either undergone sex reassignment surgery or taken female hormones for at least six months. They were recorded reading a short text and describing a picture, and those recordings were used to measure their F0. In order to determine their overall vocal contentment each participant filled out two questionnaires, VHI and TSEQ. Additionally, two 15 second segments of each voice recording were played for 10 speech language pathologists (SLPs) along with recordings of 8 voices (4 female and 4 male) of people without gender identity disorder. The SLPs speculated the sex of the speaker, the masculinity/feminity of each voice and listed the voice parameters most descriptive of them.
    Results: There was no statistically significant correlation between the F0 of the participants and their overall vocal contentment. However, F0 did present a statistically significant positive correlation (r =0,79) between F0 and how a voice is perceived as either masculine or feminine. The SLPs generally gave the participants’ voices negative reviews compared to the voices of the additonal group, and only 3 of the 13 participants were perceived as having female voices in more then 50% of the cases. TSEQ appeared more sensitive then VHI when it came to identifying MTF voice problems.
    Conclusions: Voice feminization requires a holistic approach where verbal and non-verbal communication factors along with overall vocal contentment are considered. Focusing on increasing F0 is not sufficient. The negative parameters evident in the participants voices (such as hoarseness and breathiness) point to the need for specialized SLP services. In Iceland there is much urgency for researching gender specific voice parameters, and discovering which ones can lead to better voice feminization.

Samþykkt: 
  • 17.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13516


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.S - Linda Björk Markúsardóttir.pdf2.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna