is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13526

Titill: 
  • Afturvirkni laga og réttmætar væntingar í ljósi eignarréttarverndar stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bannið við afturvirkni laga og reglan um réttmætar væntingar byggja á svipuðum lagaviðhorfum, fyrst á fremst á sjónarmiðum um réttaröryggi og fyrirsjáanleika.
    Þessi ritgerð er á sviði almennrar lögfræði og er ætlunin að gera grein fyrir afturvirkni laga og réttmætum væntingum í ljósi eignarréttarverndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr 1. samningsviðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu.
    Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður fjallað almennt um viðfangsefnið, þar sem reifuð verða þau lagarök sem reglurnar tvær byggja á auk þess sem gerð verður stuttlega grein fyrir notkun þeirra í evrópurétti. Í þriðja kafla verður fjallað um notkun Mannréttindadómstóls Evrópu á hugtakinu réttmætar væntingar, en dómstóllinn hefur staðfest í dómum sínum að væntingar einstaklinga og lögaðila til þess að fá að njóta eigna sinna séu verndaðar af 1. gr 1. samningsviðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Í fjórða kafla verður svo gerð grein fyrir reglunum í íslenskum rétti. Áhersla verður lögð á að gera grein fyrir dómaframkvæmd Hæstaréttar í samhengi við reglurnar tvær. Þá verður sérstaklega fjallað um dóm Hæstaréttar frá 28. október 2011 í máli réttarins nr. 340/2011 þar sem úrlausn Hæstaréttar verður skoðuð með tilliti til afturvirkni laga og réttmætra væntinga

Samþykkt: 
  • 17.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefan_BA-Réttmætar Væntingar..pdf323.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna