is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13538

Titill: 
  • Kjörfjölskyldur ættleiddra barna af erlendum uppruna á Íslandi : undirbúningur, fræðsla og stuðningur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn sem fjallar um kjörfjölskyldur ættleiddra barna af erlendum uppruna á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að afla þekkingar á reynslu og aðstæðum þessara fjölskyldna til að auka skilning á stöðu hópsins í íslensku samfélagi. Áhersla var lögð á að kanna reynslu kjörforeldra af því að ættleiða barn af erlendum uppruna og að skoða sambandið milli undirbúnings, fræðslu og stuðnings að ættleiðingu lokinni og líðan fjölskyldna. Stefnumótun íslenskra stjórnvalda varðandi ættleiðingar var skoðuð, sem og fyrirkomulag undirbúningsfræðslu fyrir verðandi kjörforeldra og eftirfylgd og stuðningur að ættleiðingu lokinni. Gagna var aflað með viðtölum við kjörforeldra og fagaðila. Fræðilegur grundvöllur var sóttur í rannsóknir og rit um kjörfjölskyldur, kjörforeldra og kjörbörn, undirbúningsfræðslu fyrir væntanlega kjörforeldra og þörf kjörfjölskyldna fyrir eftirfylgd, ráðgjöf og stuðningi, svo kallaða PAS-þörf. Helstu niðurstöður eru að kjörfjölskyldur á Íslandi hafa, líkt og kjörfjölskyldur í öðrum löndum, ákveðna sérstöðu meðal fjölskyldna og lýtur sérstaðan að tilurð fjölskyldnanna, reynslu og fortíð kjörforeldra og kjörbarna sem og hið mikilvæga en jafnframt krefjandi uppeldis- og umönnunarverkefni kjörforeldranna. Sérstaðan hefur í för með sér þörf fyrir sértæk úrræði af hálfu samfélagsins í formi sértækrar undirbúnings- og uppeldisfræðslu og stuðningsþjónustu. Undirbúningsfræðsla fyrir væntanlega kjörforeldra uppfyllir ekki fræðsluþörf allra foreldra og þörf er á áframhaldandi þróun og útfærslu hennar og annarrar fræðslu. Skipulögð eftirfylgd eftir ættleiðingu sambærileg þeirri eftirfylgd sem aðrir íbúar landsins hafa aðgang að eftir fæðingu barns er ekki til og annar stuðningur er ófullnægjandi í núverandi mynd og uppfyllir ekki væntingar og þarfir foreldranna sem þátt tóku í þessari rannsókn. Sumir þeirra lýstu því að erfitt væri að finna úrræði við hæfi fyrir börnin og að þeir hafi mætt skilningsleysi fagfólks á sérþörfum fjölskyldunnar sem tengdust ættleiðingarreynslunni. Sérhæfð fræðsla um kjörfjölskyldur er lítil í grunn- og símenntun þeirra faghópa sem sinna þeim í starfi, til dæmis leikskólakennara, grunnskólakennara og faghópa innan félags- og heilbrigðiskerfis. Rannsóknir sýna skýrt fram á mikilvægi aðgengilegra stuðningsúrræða fyrir velferð kjörfjölskyldna bæði í ættleiðingarferlinu sjálfu sem og eftir ættleiðingu. Lög og reglugerðir kveða á um að ríkið beri ábyrgð á að undirbúa væntanlega ættleiðendur á fullnægjandi hátt fyrir ættleiðingu og að styðja við fjölskyldurnar að ættleiðingu lokinni með viðeigandi eftirfylgd og þjónustu. Hér virðast því vera um fjölskyldur að ræða sem fara á mis við þjónustu og stuðning sem samfélagið ber ábyrgð á að veita þeim.
    Lykilhugtök: Ættleiðing, kjörfjölskylda, kjörforeldrar, kjörbarn, ættleidd börn, uppeldi ættleiddra barna, undirbúningur væntanlegra kjörforeldra, ættleiðingarfræðsla, eftirfylgd, ráðgjöf og stuðningur eftir ættleiðingu, þjónusta eftir ættleiðingu.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis describes a study about adoptive families of internationally adopted children in Iceland. The purpose of the study was to gather information about the experiences and cirumstances of these families in order to understand the group‘s status in Icelandic society. The main focus was on investigating the adoption experience of adoptive parents and the relationship between preparedness before adoption, adoption education, post-adoption support and the well-being of these families. Various important aspects were investigated: Icelandic adoption legislation, the mandatory adoption preparation course for prospective adopters and available post-adoption support. Data was gathered through interviews with adoptive parents and professionals. The theoretical basis of the study was founded on research and writings about adoptive families, adoptive parents, adopted children, preparational education for prospective adopters and about adoptive families' need for follow-up, counseling and post-adoption support. The main findings were that adoptive families in Iceland have, like adoptive families in other countries, a uniqueness pertaining to the way the families are created, the past experiences of both the adoptive parents and the adopted child and the parent's important but challenging task of raising and caring for the adopted child. This uniqueness leads to a need for specific resources in the form of specific adoptive parental education and adoption support services. The current adoptive parent preparational education does not fulfill all parents' educational needs and there is a need for continued development and further customization of the current adoptive educational curriculum and other educational resources. There is no organized follow-up after adoption comparable with the health-service provided to other families in the country after child-birth. Other support service is unsatisfactory and did not satisfy the expectations and needs of those parents participating in this study. Some parents described difficulties in finding appropriate resources for their child and reported a lack of understanding among professionals regarding the family's specific needs pertaining to the adoption experience. Specialized adoption education is scarse in undergraduate- and continuing education of professionals serving adoptive families, e.g. kindergarten teachers, elementary school teachers and professionals within social- and healthcare. Research clearly shows the importance of readily available resources of support for the well-being of adoptive families both through the adoption process as well as post-adoption. Legislation and regulation stipulate that the state is responsible for preparing prospective adopters in a satisfactory manner prior to adoption and to support the adoptive families after adoption with appropriate follow-up and post-adoption support-service. These families therefore, seem to be missing out on service and support that society is responsible for providing them.
    Key words: Adoption, adoptive family, adoptive parents, adopted children, adoptive parenting, preparation for prospective adoptive parents, adoption education, follow-up, counseling, post-adoption support, post-adoption services (PAS).

Samþykkt: 
  • 17.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13538


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Snjólaug Elín_ritgerð-HÁSKÓLAPRENT.pdf2.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna