is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13544

Titill: 
  • Kjörforeldrar á Íslandi. Einkenni þunglyndis og stuðningur í kjölfar alþjóðlegra ættleiðinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort einkenni þunglyndis væru merkjanleg meðal kjörforeldra sem ættleitt hafa börn milli landa og tíðni þeirra einkenna. Í erlendum rannsóknum hafa slík einkenni verið skilgreind sem ættleiðingarþunglyndi. Annað markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig þátttakendur skilgreindu þörf sína fyrir þjónustu fagaðila eða annarra um stuðning og ráðgjöf í kjölfar ættleiðinga. Rannsóknaniðurstöður voru settar í samhengi við niðurstöður sambærilegra erlendra rannsókna. Rannsóknin var framkvæmd á haustmánuðum 2012 og var notuð megindleg aðferðafræði. Gagnaöflun fór fram með rafrænum spurningalista sem lagður var fyrir þá kjörforeldra sem ættleitt hafa barn milli landa með milligöngu félagsins Íslensk ættleiðing á árunum 2007-2012 (n=144). Alls svöruðu 79 þátttakendur, 20 karlar og 59 konur og var svarhlutfall 54,9%. Spurningar um bakgrunn og ættleiðinguna voru lagðar fyrir þátttakendur ásamt sjálfsmatskvarða, Patient Health Questionnaire (PHQ-9) sem metur einkenni þunglyndis samkvæmt greiningarviðmiðum DSM-IV-TR. Niðurstöður leiddu í ljós að einkenni þunglyndis voru ekki merkjanleg hjá 81,4% þátttakenda, væg einkenni voru merkjanleg hjá 17,1% þeirra og miðlungs einkenni mældust hjá 1,4% þátttakenda. Enginn þátttakandi mældist með alvarleg eða mjög alvarleg einkenni þunglyndis. Ekki reyndist vera tölfræðilega marktækur munur milli kynjanna. Tíðni einkennanna var sambærileg tíðni í erlendum rannsóknum. Þátttakendur leituðu eftir aðstoð til maka og annarra kjörforeldra í mun meira mæli en til fagaðila. Ástæður þess að þátttakendur leituðu til fagaðila var vanlíðan kjörbarns, tengslamyndun eða vanlíðan annarra fjölskyldumeðlima. Niðurstöður sýndu jafnframt að þátttakendur hefðu kosið þjónustu fagaðila í mun meira mæli en þeir fengu.
    Lykilorð: Ættleiðing, kjörforeldrar, þunglyndi, þjónusta í kjölfar ættleiðinga, Íslensk ættleiðing

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to investigate symptoms of depression and their frequency among adoptive parents who have adopted children from abroad. Such symptoms have been defined as post adoption depression abroad. Another purpose of this study was to investigate the service needs of adoptive parents in Iceland. Emphasis is placed on how they define their need for professional services and/or other services for support and advice following the adoption. The results will be contextualized with reported results from similar studies in other countries. The study was conducted in the fall of 2012 and is based on quantitative methodology. An electronic questionnaire was presented through The Icelandic adoption Society (Íslensk ættleiðing) to adoptive parents who had adopted children from abroad in the years 2007-2012 (n=144). The response rate of the study was 54,9% and there were 79participants who answered the questionnaire; 20 men and 59 women. The questionnaire contained questions about the parent´s background, the adoption process as well as a scale, Patient Health Questionnaire (PHQ-9), to rate symptoms of depression according to the diagnostic criteria DSM-IV-TR. The results showed that symptoms of depression were not present among 81,4% of participants, mild symptoms were present among 17,1% of participants and moderate symptoms were present among 1,4% of the participants. No moderate severe or severe symptoms were present among participants. No significant difference was found between males and females. The frequency of reported symptoms was consistent with reported frequency of similar studies from other countries. Participants seek support from their spouse or other adoptive parents post adoption rather than seeking professional help. The dysphoria of the adopted child, attachment issues, and distress of other family members were the main reasons for participants seeking professional assistance. The results also show that participants would have liked to have more professional assistance available to them during the post adoption period.
    Key words: Adoption, adoptive parents, depression, post adoption depression, post adoption service

Samþykkt: 
  • 18.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13544


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Prentun_MA (1).pdf2.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ég gef ekki leyfi til að fólk prenti út ritgerðina í heild sinni en það er allt í lagi að afrita hluta af textanum.