is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13548

Titill: 
  • Stuðningurinn heim - Uppeldisráðgjöf: Viðhorf og upplifun notenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna upplifanir og viðhorf foreldra sem hafa þegið þjónustu frá Stuðningnum heim – uppeldisráðgjöf, ásamt því að kanna hve þekkt úrræðið er, hvort þjónustan skilar árangri og hvort foreldrar nýta til frambúðar það sem þeir læra. Tilgangur þjónustunnar er að veita foreldrum stuðning og uppeldisráðgjöf á heimilum sínum með það að markmiði að bæta uppeldisaðstæður og sporna við vistun barna á stofnunum. Leitað er eftir viðhorfi og upplifun notenda og starfsmanna og því tekin viðtöl við þessa tvo hópa. Niðurstöður sýna að lítil þekking er meðal þátttakenda á þjónustunni áður en félagsráðgjafar á þjónustumiðstöðvum kynna úrræðið fyrir notendum. Almennt viðhorf notenda er að þeir eru ánægðir með þjónustuna sem Stuðningurinn heim veitir. Fjölskyldur sem upplifa árangur af starfinu nota enn það sem þær lærðu í úrræðinu. Helsti árangurinn af starfinu er breytt afstaða til foreldrahlutverksins. Foreldrar telja sig öruggari og búa yfir auknum styrk til að takast á við aðstæður sem skapast heima fyrir. Þátttakendur höfðu hugmyndir um hvernig bæta mætti úrræðið en þær fólust helst í því að lengja stuðningstímabilið, auka eftirfylgni og fá stuðning fyrir systkini á heimilinu svo eitthvað sé nefnt. Starfsmenn eru ánægðir með þjónustuna sem þeir veita en eru ósáttir við breytingar sem urðu á skipulagi starfsins 2012. Rannsókn þessi er fyrst til að skrásetja sögu úrræðisins og skilgreina af hverju boðið er upp á slíka þjónustu á Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is to explore the experience and attitude of parents who have received parenting advice from Stuðningurinn heim which is a service carried out in the home. The study also explores the knowledge that people have about the service, if the service is effective and whether the parents continue to use what they have learned. The objective is to provide parents with support and parenting advice in their homes, with the aim to improve parenting skills and prevent children being institutuionalized. The research explores the views and experiences of users of this service and also of the service providers. Results show that among the participants there was insufficient knowledge of this service until they were informed of it by the social workers. The general attitude of users is that they are happy with the service provided in the home. Families who benefit from this service still use what they have learned. The main results are that parents become better and more confident in their parenting skills. The parents believe they are secure and have greater strength to deal with situations that arise at home. Participants came up with ideas as to how to improve the service. The ideas were, for example, to extend the support period, increase follow-up and offer support to siblings at home. Service providers are satisfied with the service they provide but dissatisfied with the changes and decentralisation of the work in 2012. This study is the first to document the history of this service and to identify why such services are provided in Iceland.

Samþykkt: 
  • 19.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13548


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marta Joy Hermannsdóttir MA ritgerð 2012.pdf772.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna