ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13554

Titill

Eru sjómenn virkir þátttakendur í umönnun og uppeldi barna sinna: Sjómenn og föðurhlutverkið

Leiðbeinandi
Skilað
Desember 2012
Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar var að öðlast aukinn skilning og varpa ljósi á upplifun og reynslu sjómanna af föðurhlutverkinu og möguleika þeirra á að taka þátt í umönnun og uppeldi barna sinna á fyrsta æviskeiði þeirra. Skoðað var hverjar aðstæður og möguleikar sjómanna til að taka þátt í umönnun og uppeldi ungra barna væru, hvort og hvernig þeir taka þátt í meðgöngunni og hvort þeir séu viðstaddir fæðingu yngsta barns. Einnig var kannað hvernig sjómenn nýta rétt sinn til fæðingarorlofs. Spurningakönnun var lögð fyrir sjómenn sem starfa hjá Samherja á Akureyri. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að sjómenn eru virkir þátttakendur í umönnun og uppeldi barna sinna, þegar frá er talin þátttaka í meðgöngunni. Þeir telja að sama skapi starf sitt hvorki hafa slæm né góð áhrif á þátttöku sína. Þættir líkt og aldur, menntun, hjúskaparstaða eða lengd sjóferða virðast hafa lítil áhrif á þátttöku sjómanna í umönnun og uppeldi barna sinna en einstaklingsbundnir þættir annars vegar og þættir sem ákvarðast af lögum hins vegar virðast hafa meiri áhrif. Í ljós kom að tekjur eru helsti kosturinn við sjómannsstarfið en fjarvera helsti gallinn.

Samþykkt
20.12.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ma ritgerð - Sjóme... .pdf1,49MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna