is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13558

Titill: 
  • Kulnun: Rannsókn á kulnun meðal félagsráðgjafa á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna kulnun (e. burnout) á meðal félagsráðgjafa á Íslandi. Rannsóknarspurningarnar voru eftirfarandi: Upplifa félagsráðgjafar á Íslandi kulnun? Er álag og streita ástæða kulnunar? Hvaða þættir hafa verndandi áhrif gegn kulnun? Mikilvægi rannsóknarinnar felst í að varpa ljósi á kulnun og birtingarmyndir hennar en erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á kulnun í starfsstétt félagsráðgjafa. Rannsóknin á að hafa forvarnargildi fyrir félagsráðgjafa á Íslandi með það að leiðarljósi að þeir séu meðvitaðir um kulnun og afleiðingar mikils álags og streitu sem fylgir starfi félagsráðgjafa.
    Notuð var megindleg rannsóknaraðferð og gagnaöflun fór fram á þann hátt að spurningalisti, The self-report instrument (s-ED), sem byggir á greiningarviðmiðum fyrir streitutengda kulnun/síþreytu (e. stressrelated exhaustion disorder), var lagður fyrir félagsráðgjafa á tölvutæku formi í októbermánuði 2012. Spurningalistinn var lagður fyrir 460 einstaklinga, svarhlutfall var 41% eða alls 189 einstaklingar, þar af voru 13 karlmenn og 168 konur. Meginniðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að kulnun er í starfsstétt félagsráðgjafa. Samkvæmt niðurstöðum er tölfræðilega marktækur munur milli kynja, starfsvettvangs, hjúskaparstöðu og aldurs. Hlutfallslega mældist mest kulnun hjá þeim sem starfa innan félagsþjónustunnar og mest hjá aldurshópnum 30-39 ára og hjá þeim sem eru einhleypir. Niðurstöðurnar eru mikilvægar fyrir fagstéttina þar sem kulnun hefur áhrif á einstaklinginn sjálfan og einkalíf hans. Jafnframt hefur kulnun áhrif á starf félagsráðgjafans og þá þjónustu sem hann veitir.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to investigate the issue of burnout amongst social workers in Iceland. The following research questions were addressed: Do social workers in Iceland experience burnout? Does pressure and stress cause burnout? Which factors provide protection against burnout? The importance of this research consists in gaining an insight into burnout and how it mainfests itself. The preventive value of this research lies in raising the awareness of social workers with regards to burnout and the consequences of working under significant pressure and stress that exists within their profession. International research has shown that burnout exists within the social work profession.
    Quantitative research methods were used in this study in the form of a questionairre entitled The Self-Report Instrument (s-ED), which provides a measurement for assessing stress-related exhaustion disorder. This questionaire was sent electronically to 460 social workers in October 2012, with 189 individuals responding, or 41%, of which 13 were male and 168 female. The main findings of this research demonstrated that burnout exists within the social work profession, and that there is a statistically significant difference between gender, area of work, marital status and age. Proportionally burnout was measured at its highest amongst those who work within social services, amongst those within the age band 30-39 years, and those who were single. These findings are important for the profession given that burnout impacts the individual themself and their personal life. At the same time, burnout affects the social worker´s professional role and the service they provide.

Samþykkt: 
  • 20.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13558


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Una Björk Kristófersdóttir.pdf416.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna