is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13563

Titill: 
  • „Þyngdin er bara einkenni.“ Reynsla og lífsgæði einstaklinga með matarfíkn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynslu og lífsgæði einstaklinga sem telja sig haldna matarfíkn. Fjallað var um einkenni matarfíknar, áhrif á einstaklinginn með heildarsýn í huga og þau úrræði sem í boði eru fyrir einstaklinga sem eiga í vanda með matarvenjur. Svo virðist vera sem engar íslenskar rannsóknir hafi verið gerðar á matarfíkn áður og erlendar rannsóknir beinast flestar að líkamlegum einkennum og orsökum matarfíknar. Tekin voru eigindleg viðtöl við átta konur. Þær voru á aldrinum 27-56 ára og höfðu allar sótt sér aðstoðar vegna matarfíknar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að upplifun kvennanna á matarfíkn hafi veruleg áhrif á daglegt líf þeirra. Allar konurnar upplifðu einhver einkenni fíknar, meðal annars fráhvörf og sterka löngun í vissar fæðutegundir. Einnig hafði fíkn þeirra og þyngdaraukning áhrif á félagslega líðan, en ofþyngd og offita eru taldar algengustu birtingarmyndir matarfíknar. Hægt er að draga þá ályktun af niðurstöðunum að taka þurfi tillit til matarfíknar í íslensku heilbrigðiskerfi vegna þeirra áhrifa sem hún hefur á lífsgæði einstaklinga og taka til skoðunar aðra nálgun í baráttunni við ofþyngd.
    Lykilorð: Matarfíkn, ofát, þyngdarstjórnun, lífsgæði, félagsráðgjöf.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to gain insight into the experience and quality of life of individuals who consider themselves addicted to food. The study discusses the characteristics of food addiction, the effects it has on the individual from a holistic approach and the available resources for individuals dealing with issues relating to food consumption. It appears that no Icelandic research has been conducted on food addiction and that previously published studies mostly focus on the physical symptoms and causes of food addiction. Qualitative interviews were conducted with eight women. The women were aged between 27-56 years old and had all sought help with their addiction to food. The findings indicate that the women are strongly affected by their food addiction on a daily basis. They all experienced some symptoms of addiction including withdrawal and a strong craving for certain foods. Their addiction and associated weight gain, which is considered the most common manifestation of food addiction, also had a negative effect on the women‘s social interactions and personal relationships.
    The findings suggest that an alternative approach should be considered in the fight against obesity and that consideration for food addiction in the Icelandic healthcare system needs to be had because of its impact on the quality of life of those individuals.
    Keywords: Food addiction, overeating, weight control, quality of life, social work.

Samþykkt: 
  • 20.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð matarfíkn lokaskil 20 des.pdf1.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna