is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13574

Titill: 
  • Sögur af Saffó: Yfirlit yfir viðtökusögu grísku skáldkonunnar Saffóar, sérstaklega með tilliti til hugmynda um samkynhneigð kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Saffó sem söguleg persóna og höfundur er sveipt dulúð. Skáldskapur hennar sem og heimildirnar um hana eru bæði brotakennd og jafnframt þrungin merkingu fyrir forna heiminn og hina klassísku fornöld, því Saffó, yrkisefni hennar og skáldagáfa, eru þar algjörlega einstök. Hinni klassísku fornöld hefur jafnframt í gegn um söguna verið gefið ákveðið fyrirmyndargildi og myndir dregnar upp af henni sem henta hverju samfélagi fyrir sig - hlutar hennar notaðir sem víti til varnaðar og aðrir sem fjarlægt ídeal. Í samræmi við það hefur verið skáldað hressilega í eyður Saffóar sem sögulegrar fígúru og sem skáldkonu og hún gerð að táknmynd, stundum illri og stundum góðri, allt eftir kröfum samtímans. Með rannsókn á þessum sögum sem eru sagðar um Saffó kemur margt í ljós um hugmyndir samfélaga í gegn um tíðina um Grikkland, um konur, um kynlíf og um sig sjálf. Þessi ritgerð er tilraun til að draga saman viðtökusögu Saffóar, sérstaklega hvað varðar kynferði og kynlíf, í Evrópu frá fornöld til nútímans.

Samþykkt: 
  • 2.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13574


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
saffopdf.pdf462.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna